þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sterkir í elsta flokki

odinn@eidfaxi.is
1. nóvember 2014 kl. 19:06

Baldur frá Hrafnsholt, knapi Agnar Snorri Stefánsson

Þjóðverjar slungnir í ræktun íslenska hestsins.

Þjóðverjar hafa um langt skeið verið í fremstu röð þegar kemur að ræktun íslenska hestsins. Hefðin er löng þar í landi og eru flest íslensk hross fædd þar utan upprunalandsins.

Þýskaland er eitt af löndum innan FEIF þar sem 4 vetra hross eru ekki dæmd og því eru engin þýsk 4 vetra hross á eftirfarandi lista.

Hæst dæmda hross Þjóðverja þetta árið er stóðhesturinn Baldur frá Hrafnsholt, en hann er sonur Starra frá Hvítanesi og Bráar frá Kálfholti með 8,56 í aðaleinkunn. Baldur er jafnvígur alhliðahestur með 8,5 fyrir tölt og brokk en 9,0 fyrir skeið. Hæsta einkunn hans er 9,5 fyrir vilja/geðslag.

Hæst dæmda hryssa þjóðvegja er Hnoss frá Erichshof hlaut 8,50 í aðaleinkunn en hún er dóttir Garra frá Reykjavík og Hjördísar frá Erichshof sem er dóttir  Depils frá Votmúla. Hún er í dag í eigu Jóhanns Skúlasonar, en sonur hennar Herbert frá Slippen var á meðal hæst dæmdu 4 vetra hestum í fyrra.

Hér er listi yfir hæst dæmdu kynbótahross Þýskalands:

DE2009157727        Ari-Fróði frá Ruppiner Hof   8.14

DE2009234195        Gígja frá Kronshof II 8.25

DE2008157981        Djarfur frá Lækurhof            8.31

DE2008263534        Tófa frá Igelsburg 8.31

DE2005134188        Baldur frá Hrafnsholt 8.56

DE2007234119        Hnoss frá Erichshof 8.50