þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sterkir hestar í stað Hlekks

20. febrúar 2015 kl. 10:39

Oliver frá Kvistum og eigandi hans Gudula Rudback.

Eyjólfur Þorsteinsson er vel hestum búinn á World Tölt.

Eyjólfur Þorsteinsson mun ekki mæta með Hlekk frá Þingnesi á World Tolt eins og til stóð samkvæmt ráslistum.

Hann mun tefla fram Hector fra Sundsby í fjórgangskeppnina en Hector hefur verið að gera garðinn frægan í keppnum að undanförnu og var m.a. í 2. sæti á firna sterku ísmóti í Fredrikshavn á dögunum. Hector er í eigu Gudulu Rudback, sem á Oliver frá Kvistum en Eyjólfur mun mæta á Oliver í fimmgangskeppnina. Gudula var að sögn afar spennt að sjá hrossin sín spreyta sig á World Tolt.

Háfeti frá Úlfsstöðum mun hins vegar mæta í stað Hlekks í töltkeppnina, en Eyjólfur og Háfeti eiga að baki farsælan keppnisferil.