fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Steinnes og Fet

4. júlí 2014 kl. 16:00

Telma frá Steinnesi, knapi er eigandinn Helga Una Björnsdóttir

Kynning ræktunarbúa

Í kvöld verður ræktunarbússýning og í dag verða búin kynnt til leiks hér á Eiðfaxa. Nú þegar er búið að kynna Efra-Rauðalæk og Auðsholtshjáleigu. Hér fyrir neðan er kynning á Steinnesi og Feti.

Steinnes

Fyrst um sinn var ræktunin í Steinnesi einungis áhugamál og var stunduð sem hliðarbúgrein en seinni árin hefur vægi greinarinnar verið að aukast. Steinnes er með 15 fyrstu verðlauna hryssur í ræktuninni. 

Markmið ræktunarinnar er að rækta alhliða gæðinga þó þannig að reiðhesturinn sé í öndvegi, geðslag og ganglag þannig að það henti hinum almenna reiðmanni.

Fet

Fet er eitt af nafntoguðustu hrossaræktarbúum landsins. Þar hefur verið stunduð hrossrækt í rúman aldarfjórðung en árið 2007 tók Karl Wernersson við sem eigandi þess. Ræktunin stendur á styrkum stoðum Sauðárkrókslínunnar en lögð er áhersla á að rækta framfalleg sköruleg hross með gott tölt og gott geðslag.