mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Steinnes í sviðsljósið

Jens Einarsson
26. júlí 2009 kl. 13:18

Ræktunarhópur frá Steinnesi í Húnavatnssýslu vakti mikla athygli á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum. Átta bú sýndu afurðir sínar í sérstakri sýningu hrossaræktunarbúa á mótinu og þótti hópurinn frá Steinnesi langbestur, bæði að mati áhorfenda og dómnefndar.

Flaggskip hópsins var stóðhesturinn Kiljan frá Steinnesi, sonur Kylju frá Steinnesi og Kletts frá Hvammi. Hann gladdi áhorfendur með frábærum skeiðsprettum. Fataðist aldrei flugið. Skeiðlagið er alvöru. Gamla skeiðið eins og sumir kölluðu það. Hann leggst og teygir sig, flýgur á skeiðinu. Það var í raun engu líkara en áhorfendur væru að hitta gamlan vin. Sennilega hafa margir áttað sig á að virkilega gott skeið er ekki eins algengt og einkunnir segja til um.

Nánar er fjallað um hrossarækt á Steinnesi í mánaðarritinu Hestar og hestamenn sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á vefnum. Hægt að óska eftir lykilorði og áskrift á vefnum.