miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stefnt að hrossaútflutningi í ágúst-

25. júní 2010 kl. 13:01

Stefnt að hrossaútflutningi í ágúst-

Stefnt er að því að hefja hrossaútflutning á nýjan leik um miðjan ágúst segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. Það verði þó ekki gert nema heilsufar hrossanna sé komið í fullkomið lag en útflutningur hefur legið niðri vegna hóstaveiki sem herjað hefur á velflest hross hér á landi undanfarið. Þetta var niðurstaða fundar hagsmunaaðila sem haldinn var í gær.

„Það sem er að gerast núna er að þeim fer fjölgandi hrossunum sem eru að ná sér," sagði Kristinn í gær og kvaðst vera bjartsýnni en áður. Spurður um stöðu hrossaræktenda í landinu sagði Kristinn að góður gangur væri í folaldafæðingum og menn færu óhikað með hryssur sínar undir hesta.

Hann sagði þrjár kynbótasýningar nú fyrirhugaðar. Búið sé að skrá tæp 200 hross í þær. Þegar væri búið að sýna um 240 hross í sumar, en á sama tíma landsmótsárið 2008 hefði verið búið að sýna um 1.500 hross á sama tíma.
Kristinn sagði að það væru skýr skilaboð frá Matvælastofnun að aðgát yrði höfð við lengri hestaferðir sem nú væru að hefjast og héraðsdýralæknar fylgdust með hrossunum. -jss/ heimild visir.is