fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stefnir þú á úrtöku fyrir HM?

27. apríl 2015 kl. 14:26

Frá Heimsmeistaramótinu í Berlín 2013.

Námskeið og aðstoð við þjálfun fyrir ungmenni.

Boðið verður upp á námskeið/aðstoð við þjálfun fyrir öll ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Kennari verður Þórarinn Eymundsson.  Námskeiðið verður haldið í Andvarahöllinni núna um helgina 2.-3. maí og hefst kl. 8:30. Allar nánari upplýsingar veitir Páll Bragi liðsstjóri landsliðsins.

Skráning er hafin á Sportfeng, námskeið, Ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir HM
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add