laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stefnir með Glym á HM-

21. mars 2011 kl. 14:57

Stefnir með Glym á HM-

Hinrik Bragason og Glymur frá Flekkudal sigruðu eftirminnilega fimmgangskeppni Meistaradeildar í síðustu viku. Tíðindakona Eiðfaxa var á staðnum og spjallaði örstutt við sigurvegarann eftir að hann hampaði bikarnum.

Hinrik var að vonum kátur og sagði fyrst frá stuttum en sigursælum ferli þeirra Glyms saman. Glymur er 8 vetra stóðhestur undan Keili frá Miðsitju og Pyttlu frá Flekkudal.

„Við höfum haft hann í okkar umsjá á Árbakka í eitt og hálft ár en þetta er fjórða mótið okkar saman. Við höfum unnið þrjú mót en urðum í öðru sæti í fimmgangskeppni Meistaradeildar í fyrra. Þá töpuðum við mjög knappt svo sigurinn í kvöld er kærkominn,“ sagði Hinrik.

Næstu vikur fær Glymur örlitla hvíld áður en þeir félagar takast á við sitt stærsta verkefnið hingað til. „Við förum á nokkrar stóðhestasýningar á næstunni en svo er stefnan tekin á úrtöku fyrir Heimsmeistaramótið,“ sagði Hinrik að lokum.