fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stefnir í frábært mót -

26. ágúst 2010 kl. 17:42

Stefnir í frábært mót -

Eiðfaxamenn hittu á förnum vegi á mótssvæðinu þau Magnús Sigurjónsson mótsstjóra  og Bryndísi Snorradóttur framkvæmdastýru mótsins og spjölluðu við þau um stöðu mála á mótinu.

Þau sögðust vera mjög ánægð með hvernig mótið færi af stað, undirbúningur væri búinn að vera mikill og allt gengi sem smurt.  Mótshaldarar settu sér það markmið að skráningar yrðu um 300 en raunin varð 360 skráningar.
Þau búast við fjölda gesta um helgina og í kvöld til að sjá gæðingaskeiðið sem byrjar klukkan 18.30 en þá er búist við góðri stemmingu.
Sjónvarpið verður með beina útsendingu frá úrslitum á laugardag og verður sú útsending á milli klukkan 15 og 17.
Þar með voru þau rokin af stað enda í mörg horn að líta fyrir þá sem standa að svona glæsilegu móti.