þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stefán tekur forystu í KEA mótaröðinni

19. mars 2011 kl. 18:49

Stefán Friðgeirsson á Degi frá Strandarhöfði

VIðar Bragason vinnur fimmganginn

Síðastliðið fimmtudagskvöld fór fram þriðja keppnisgrein K.E.A mótaraðarinnar og var keppt í fimmgangi. Eyjólfur Þorsteinsson sem leiddi mótaröðina með 14 stig tók ekki þátt vegna veðurs. Eitthvað á annan tug  hrossa tóku þátt og fór svo að lokum að Viðar Bragason á Sísí frá Björgum sigraði eftir æsispennandi keppni við gamla brýnið Stefán Friðgeirsson á Degi frá Strandarhöfði. Stefán Friðgeirsson er engu að síður búinn að taka forustuna í stigakeppninni með 19 stig.

A úrslit
Viðar Bragason, Sísís frá Björgum 6,86
Stefán Friðgeirsson, Dagur frá Strandarhöfði 6,81
Baldvin Ari Guðlaugsson, Frami frá Efri-Rauðalæk 6,62
Vignir Sigurðsson, Prinsessa frá Garði 6,00
Þorvar Þorsteinsson, Stáli frá Ytri-Bægisá 5,86

B úrslit
Vignir Sigurðsson, Prinsessa frá Garði 6,21
Þór Jónsteinsson, Kopar frá Hvanneyri 6,05
Camilla Höj, Skjóni frá Litla-Garði 5,62
Helga Árnadóttir, Þruma frá Akureyri 5,45
Pétur Vopni Sigurðsson, Öðlingur frá Búðarhóli 5,21

Stigahæðstu knapar eftir þrjár greinar
Stefán Friðgeirsson  19 stig
Eyjólfur Þorsteinsson  14 stig
Helga Árnadóttir  14 stig
Baldvin Ari Guðlaugsson  13 stig
Pétur Vopni Sigurðsson  12 stig
Viðar Bragason  11 stig