laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stefán og Dagur ekki kulnaðir

24. febrúar 2012 kl. 10:45

Efstu keppendur í fimmgangi í KEA mótaröðinni 2012. Stefán og Dagur lengst til vinstri. Mynd/Rósberg

Efstir í fimmgangi í KEA mótaröðinni

Rósberg Óttarsson:

Stefán Friðgeirsson og Dagur frá Strandarhöfði unnu enn einn sigurinn á ferlinum þegar þeir sigruðu fimmganginn í KEA mótaröðinni sem fram fór í gær. Það var strax ljóst í forkeppninni að þeir félagar yrðu í toppbaráttunni en urðu þó að láta sér linda annað sætið í forkeppninni á eftir  Baldvini Ara sem leiddi á Jökli frá Efri - Rauðalæk.

Sigurvegarar síðasta árs Viðar Bragason og Sísí frá Björgum hættu keppni eftir að Sísí hafði  ítrekað stoppað við vír sem
liggur í lofti þvert yfir höllina. Aðrir sem tryggðu sér sæti í A – úrslitum voru Linnéa Brofeldt og Möttull frá Torfunesi og Vignir Sigurðsson með Spóa frá Litlu – Brekku. Höskuldur Jónsson sigraði svo B – úrslitin á Þokka frá Sámsstöðum.

Í A – úrslitunum börðust  Stefán og Baldvin Ari en Stefán var þó allan tímann með frumkvæðið. Svo fór að reynsluboltarnir Stefán og Dagur sigruðu með einkunnina 7,14 en Baldvin og Jökull hlutu 7,0. Linnéa Brofeldt og Möttull urðu þriðju og skemmtu áhorfendum með feikna skeiðsprettum. Í  fjórða sæti urðu svo Vignir og Spói en Höskuldur og Þokki  ráku lestina.

A-úrslit
Stefán Friðgeirsson og Dagur frá Strandarhöfði 7.14
Baldvin Ari Guðlaugsson og Jökull frá Efri-Rauðalæk 7.00
Linnéa Kristin Brofeldt og Möttull frá Torfunesi 6.33
Vignir Sigurðsson og Spói frá Litlu-Brekkur 6.19
Höskuldur Jónsson og Þokki frá Sámsstöðum 6.17

B-úrslit
Höskuldur Jónsson og Þokki frá Sámsstöðum 6.21
Líney María Hjálmarsdóttir og Gola frá Ólafsfirði 6.14
Þorbjörn Hr. Matthíasson og Styrkur frá Hólshúsum  5,90
Helga Árnadóttir og Trú frá Árdal 5.83
Sæmundur Sæmundsson og Fatíma frá Mið-Seli 5.81

Staðan í heildarstigakeppninni
1. Baldvin Ari Guðlaugsson 18 stig
2. Stefán Friðgeirsson 14 stig
3. Linnéa Kristín Brofeldt 12 stig
4. Líney María Hjálmarsdóttir 11 stig
5. Viðar Bragason 8 stig
6.-7. Vignir Sigurðsson 6 stig
6.-7. Þorvar Þorsteinsson 6 stig
8. Höskuldur Jónsson 5 stig
9. Helga Árnadóttir 4 stig
10.-11. Elvar Einarsson 3 stig
10.-11. Þorbjörn Hr. Matthíasson 3 stig
12.-13. Guðmundur Karl Tryggvason 1 stig
12.-13. Sæmundur Sæmundsson 1 stig