miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stefán býður sig fram til formanns

5. nóvember 2014 kl. 11:58

Stefán G. Ármannsson, formaður hestamannafélagsins Dreyra, kvaddi sér hljóðs á Landsþingi.

"Ég ber hagsmuni hestamennskunnar í heild sinni fyrir brjósti mér," segir formaður Dreyra.

Stefán Ármannsson formaður hestamannafélagsins Dreyra býður sig fram til formanns LH.

Stefán er 48 ára, búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, og býr í Skipanesi í Hvalfjarðarsveit. Hann hefur setið í varastjórn og æskulýðsnefnd LH síðastliðinn 2 ár og hefur því töluverða reynslu af stjórnarstörfum innan hreyfingarinnar.

Stefán segir fjölmarga hafa hvatt hann til að bjóða sig fram. Hann hefur nú tekið áskoruninni. „Ég ber hagsmuni hestamennskunnar í heild sinni fyrir brjósti mér og vil að menn nái sátt í þeim málum,“ segir Stefán.

Samkvæmt upplýsingum Eiðfaxa hafa amk. 10 aðilar boðið sig fram í aðalstjórn LH. Kosið verður um nýja stjórn á aukaþingi LH sem fer fram næstkomandi laugardag.