sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Starf framkvæmdastjóra Eiðfaxa

Óðinn Örn Jóhannsson
25. febrúar 2019 kl. 08:33

Nýr eigandi Eiðfaxa leitar að framkvæmdastjóra til að leiða daglegan rekstur miðilsins.

Nýr eigandi, Félagið Norðan Kvistur ehf. hefur tekið við rekstri Eiðfaxa; innlendri og erlendri útgáfu tímaritanna Eiðfaxi og Eiðfaxi International, netmiðlinum Eiðfaxi.is og öllu öðru sem tengist vörumerkinu Eiðfaxi. 

Markmið nýs eiganda er að endurreisa Eiðfaxa sem leiðandi fjölmiðils um íslenska hestamennsku, bæði á formi blaðaútgáfu og gegnum netmiðilinn Eiðfaxi.is.

Starf framkvæmdastjóra Eiðfaxa

Því auglýsir nýr eigandi eftir umsóknum um starf framkvæmdastjóra rekstrar hjá Eiðfaxa.  Framkvæmdastjóri mun bera ábyrgð á daglegum rekstri félagsins, hafa yfirumsjón með rekstri netmiðila og blaðaútgáfu, stýra sölu- og markaðsmálum ásamt því að leiða ný og spennandi verkefni sem Eiðfaxi mun koma að.

Framkvæmdastjóri mun taka virkan þátt í stefnumótun Eiðfaxa ásamt stjórn og leiða endurreist og uppbyggingu þessa fornfræga miðils á öllum vígstöðum.

Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Hæfniskröfur

Leitast er eftir einstakling sem hefur brennandi áhuga á íslenskri hestamennsku og hefur eldmóð fyrir bættri umfjöllun á öllum hliðum hestamennskunnar. Framkvæmdastjórinn þarf að hafa reynslu og bakgrunn sem nýtist honum í starfi og mjög gott vald á íslensku og ensku.  Leitast er eftir jákvæðum, ábyrgðarfullum og kraftmiklum framkvæmdastjóra með sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.  Lykilatriði er að viðkomandi geti unnið í samstilltum hópi og hafi gaman af mannlegum samskiptum.

Framundan eru spennandi verkefni við endurreisn Eiðfaxa sem leiðandi fjölmiðils um íslenska hestamennsku.  Er því um einstakt tækifæri að ræða, þar sem hugmyndarríkur aðili getur verið í fararbroddi fyrir einn elsta starfandi fjölmiðil landsins!

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Áhugasamir umsækjendur  senda starfsumsókn ásamt ferilskrá á netfangið starf@eidfaxi.is

Umsóknarfrestur er til með 5. mars 2019.

Nánari upplýsingar veitir Reynir Örn Pálmason í síma 691-9050.