föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stærsta undirburðarverksmiða á Íslandi

4. október 2013 kl. 18:44

Fura undirburðarverksmiða

Opnunarveisla hjá Furu í Hafnarfirði

Málm og timbur endurvinnslufyrirtækið Fura í Hafnarfirði hefur reist stærstu undirburðarverksmiðju á Íslandi.
Undirbúningur og uppbygging verksmiðjunnar hefur tekið tvö ár.
Undirburðarframleiðsla fer afar vel með annari starfsemi fyrirtækisins að sögn Úlfars Haraldssonar, sem hefur haft yfirumsjón með uppsetningu vélasamstæðunnar ásamt eiganda Furu, Haraldi Ólasyni hestamanni.

Furumenn eru að vonum afar spenntir yfir spónarframleiðslunni, en vélarnar voru ræstar við hátíðlega athöfn í kvöld.