þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stærsta Landsmótið til þessa

21. júní 2011 kl. 10:00

Stærsta Landsmótið til þessa

Á sunnudag var síðasti dagur fyrir hestamannafélögin til að skrá keppendur sína inn á Landsmót 2011 á Vindheimamelum. Helgin var annasöm hjá skráningarfólki en að sama skapi skemmtileg, því það er alltaf einhver hátíðarblær sem þess konar annríki hefur í för með sér og Landsmótið færist nær og nær í huga manns. Einnig voru síðustu forvöð um helgina sem leið, að vinna sér rétt til þátttöku í tölti og skeiðgreinum mótsins, svo það var handagangur í öskjunni þegar stöðulistar voru teknir saman í gær.

Í ljós kemur að fjöldi hrossa á landsmóti hefur aldrei verið meiri. Í gæðingahluta mótsins eru skráð 473 hross (sjá skiptingu í greinar í töflu 1). Í töltið og skeiðgreinarnar eru skráð 55 hross og í kynbótahlutann eru skráð hvorki meira nér minna en 249 hross, 120 stóðhestar og 129 hryssur (sjá fjölda í hverjum flokki í töflu 2).

Kynbótahrossinn sem náð hafa lágmörkum inn á landsmót, hafa aldrei verið fleiri. Ef litið er til mótsins 1990 á Vindheimamelum, hefur kynbótahrossum fjölgað um meira en helming en 119 gripir voru dæmdir á því móti. Þetta segir okkur það að kynbætur hrossastofnsins ganga vel, því fleiri og fleiri hross hljóta farmiða á landsmót (sjá töflu 3 fyrir þróun fjölda kynbótahrossa).

Það stefnir því allt í stærsta landsmótið í sögunni til þessa, a.m.k. ef litið er til fjölda gæðinga. Það eykur jú bara spennuna hjá hestamönnum að mæta í veisluna í Skagafirðinum!

Tafla 1:
Fjöldi hesta í gæðingakeppni, skeiði og tölti:
Flokkur            Fjöldi
A-flokkur            96
B-flokkur            109
Barnaflokkur            73
Unglingaflokkur            96
Ungmennaflokkur            79
Tölt             31
100m skeið            20
150m skeið            13
250m skeið            11
 
Tafla 2:
Fjöldi kynbótahrossa
Flokkur            Fjöldi
Stóðhestar 7v og eldri            34
Stóðhestar 6v            34
Stóðhestar 5v            30
Stóðhestar 4v            22
Hryssur 7v og eldri            14
Hryssur 6v            37
Hryssur 5v            62
Hryssur 4v            16
 
Tafla 3:
Þróun fjölda kynbótahrossa frá 1990
Landsmótsár            Fjöldi kynbótahrossa
1990 á Vindheimamelum            119
1994 á Hellu            148
1998 á Melgerðismelum            101
2000 í Reykjavík            214
2002 á Vindheimamelum            222
2004 á Hellu            244
2006 á Vindheimamelum            197
2008 á Hellu            218