mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stækkandi markaðir í Frakklandi og Finnlandi

6. janúar 2014 kl. 17:27

Þakka má öflugu kynningarátaki félagsins Pur Cheval auknum áhuga Frakka á íslenska hestinum. Hér tölta hestar um á stórsýningunni Salon de Paris.

Útflutningur svipaður og fyrri ár.

Alls voru 1236 hross flutt frá Íslandi árið 2013. Samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökum Íslands yfirgáfu 621 hryssa, 426 geldingar og 189 frónna í fyrra.

Líkt og fyrri ár fóru flest hrossin til Þýskalands, 552 talsins. Þá fóru 142 hross til Svíþjóðar,105 til Danmerkur og 86 til Austurríkis.

Athygli vekur aukinn útflutningur til Frakklands og Finnlands. Mikil lægð hefur verið í hrossasölu til Finnlands á undanförnum árum, t.a.m. voru aðeins 7 hross flutt þangað árið 2012. Finnski markaðurinn virðist hins vegar vera að glæðast en árið 2013 fóru þangað 40 hross. Miklu markaðsátaki má þakka aukin flutning hrossa til Frakklands en þangað fóru 32 hross á nýliðnu ári.