þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Staðreyndir um hesta

23. apríl 2013 kl. 12:37

Staðreyndir um hesta

-Íslenski hesturinn gegndi mikilvægu hlutverki á tímum víkinga í hernaði og var góður hestur lífsnauðsynlegur stríðsmanni. Hesturinn var tákn um veldi víkinga og var mikil virðing borin fyrir honum.

-Í norrænni goðafræði skipaði hesturinn stórt hlutverk og var hann meðal annars frjósemistákn og verndari skáldskapar. Hestar voru heilög dýr og var lögð mikil rækt við þá.

-Frægasti hesturinn úr norrænum goðasögum er án efa hinn áttfætti Sleipnir, hestur Óðins.

-Eftir að kristni var lögtekin á 10 öld voru þeir sem lögðu hrossakjöt sér til munns fyrirlitnir og kallaðir hrossakjötsætur.

-Árið 1906 var haldin fyrsta kynbótasýningin hér á landi og hafa hrossaræktendur síðan þá haft það að leiðarljósi að bæta íslenska hestinn.

Screen shot 2013-04-23 at 13.10.07

-Íslenski hesturinn er líklegast ættaður frá Noregi og á þaðan rætur sínar að rekja til Mongólíu.

Screen shot 2013-04-23 at 13.10.16

-Íslenski hesturinn er ekki eini hesturinn í heiminum sem hefur tölt þó hann sé frægastur fyrir það, tæplega helmingur norðurnorska hestakynsins getur tölt þó það sé ekki þjálfað í þeim. Einnig hefur mongólski hesturinn einhverja tegund af tölti, sem og Pasofino hesturinn í S-Ameríku, Aegidienberger, American Saddlebred, Rocky Mountain Horse, Tennessee Walker og fleiri.

Tennessee Walker hestur

-Meðgöngutími hryssa getur verið frá 10 og uppí 12 mánuði. Þekkt er að hryssur geti haldið í sér folaldinu ef að veður eru válynd.

spaceout.gif-Hestar fæðast tannlausir, fá “folaldatennur” á fyrstu vikunni og næstu mánuði á eftir en missa þær 5-6 vetra og fá “fullorðins” tennur líkt og mennirnir.

- Hestar, ásamt fílum, sofa einna styst af spendýrum eða um 3-4 klst á sólarhring.spaceout.gif

-Talið er að það séu u.þ.b. 75 milljón hestar til í heiminum. Hestakyn í heiminum eru um eða yfir 300 talsins að því er talið.

-Stærsta hestakyn í heimi er Enska dráttarhestakynið  sem er um 2 metrar á herðakamb og vega oft um 950-1100 kg.

Screen shot 2013-04-23 at 13.10.50

-Minnsta hestakyn í heimi er Patagonian Fallabella sem eru svipað stórir og þýskir fjárhundar.

Screen shot 2013-04-23 at 13.10.57

-Erfitt er að temja sebrahesta vegna þess hve þeir eru óútreiknanlegir og árásargjarnir. Þó eru undantekningar, eitt og eitt tilfelli þar sem hefur tekist þokkalega til.

Screen shot 2013-04-23 at 13.11.01

-Prófað hefur verið að blanda hesti saman við sebrahest og asna, afkvæmi hests og sebrahests er kallað á ensku “zorse” og afkvæmi hests og asna múlasni eða múldýr.

Screen shot 2013-04-23 at 13.11.08

-Nýfædd folöld geta staðið í lappirnar á innan við klst frá því þau fæðast og haldið í við fullorðinn hest á ferð eftir innan við 24 klst undir venjulegum kringumstæðum.

-Það tekur meri 15-60 mínútur að kasta folaldi undir venjulegum kringumstæðum. Þær kasta oftast að næturlagi og helst ekki ef einhver er að fylgjast með.

-Elsti hestur sem vitað er um er hann “Old Billy” sem bjó á Englandi og varð 62 ára gamall!

Screen shot 2013-04-23 at 13.11.14

-Þegar maður talar við hest þá greina þeir frekar tóninn heldur en einstök orð.

-Hraðasti sprettur sem hefur verið tímamældur hjá hesti var 88 km hraði

Screen shot 2013-04-23 at 13.11.31

-Hestar geta ekki andað gegnum munninn.

-Hestar hafa mjög gott minni, þannig að þeir hestar sem hafa umgengist sömu manneskjuna mikið muna mjög líklega alltaf eftir henni.

Screen shot 2013-04-23 at 13.11.37

 

 

 

heimildir:

Hugi.is

Wikipedia

gigja@eidfaxi.is