fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Staða yfirreiðkennara laus - umsóknarfrestur til 14. des

8. desember 2011 kl. 14:57

Staða yfirreiðkennara laus - umsóknarfrestur til 14. des

Hestamannafélagið Fákur auglýsir eftir yfirreiðkennara.  Yfirreiðkennari Fáks þarf að hafa menntun sem nýtis í starfi ásamt því að vera hugmyndaríkur og gæddur góðum skipulags- og samstarfshæfileikum. Umsóknarfrestur er til 14. desember.

 
Yfirreiðkennari sér um skipulagningu á öllu námskeiðahaldi og allri fræðslu sem viðkemur reið- og hestamennsku hjá Hestamannafélaginu Fáki í samstarfi við stjórn og deildir þess. Einnig mun yfirreiðkennari sjá um kennslu á námskeiðum.
 
Áhersla verður lögð á markvissa uppbyggingu fræðslustarfs (námskeiðahalds) hjá Fáki sem næst m.a. með vel skipulögðu námsframboði fyrir ALLA félagsmenn.
 
Um hlutastarf er að ræða og þar sem þetta er nýtt starf mun yfirreiðkennari taka ríkan þátt í stefnumótun þess ásamt framkvæmdarstjóra félagsins. Starfið mun m.a. felast í kennslu (bóklegri og verklegri), uppsetningu og skipulagi námskeiðahalds á vegum félagsins, samskipti við aðra reiðkennara á vegum félagsins, ráðningu gestakennara og allt sem viðkemur öflugu fræðslustarfi hjá Hestamannafélaginu Fáki