föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Staða rektors við Hólaskóla laus

3. október 2011 kl. 17:42

Víkingur Gunnarsson, forstöðumaður hestafræðibrautar Háskólans á Hólum.

Víkingur hefur ekki íhugað hvort hann sækir um

Staða rektors Háskólans á Hólum hefur verið auglýst laus til umsóknar, en staðan er veitt til fimm ára í senn. Skúli Skúlason, sem hefur gegnt starfinu í tólf ár mun ekki sækja um, en hverfur aftur til fyrri starfa sem prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans.

Við Hólaskóla eru starfræktar þrjár námsbrautir: Fiskeldis- og fiskalíffræðibraut, ferðamálabraut og hestafræðibraut. Flestir nemendur eru við hrossabrautina og mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hólum undanfarin ár í þá átt að bæta aðstöðuna fyrir hana. Á Hólum er einnig aðseturs Söguseturs íslenska hestsins, bókasafn og Guðbrandsstofnun.

Hestabrautin á Hólaskóla hefur skapað sér mikið vægi í hestamennskunni á Íslandi og víða um heim þar sem Íslandshestamennska er stunduð. Rektor hefur umtalsverð völd þegar kemur að stefnumótun og mannaráðningum. Það getur því skipt miklu máli fyrir vægi einstakra námsbrauta til framtíðar hver tekur við stöðu rektors, hvort það verður ferðamálamaður,  fiskimaður, eða hrossamaður!

Ýmsir vænta þess nú að Víkingur Gunnarsson, sem verið hefur forstöðumaður hrossabrautarinnar til margra ára, sæki um rektorsstöðuna. Hann sagði í samtali við Hestablaðið að henni hefði ekki ennþá íhugað málið. Hann taldi ólíklegt að hann sækti um, en harðneitaði því þó ekki.