þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spurningarkeppni Hestamannafélaganna á Reykjavíkursvæðinu

1. apríl 2013 kl. 14:24

Spurningarkeppni Hestamannafélaganna á Reykjavíkursvæðinu

"Spurningarkeppni Hestamannafélaganna á Reykjavíkursvæðinu verður haldin í Harðarbóli næst komandi fimmtudag. Enn er lið Fáks og Sörla á huldu en verða nöfn þeirra birt um leið og það er ljóst hverjir það verða.

4.apríl kl 20:30 Fákur og Sörli keppa.
11.apríl kl 20:30 Hörður og Sprettur keppa.
18.apríl kl 20:30 sigurliðin tvö takast á um "Stable-quiz" bikarinn.
 
Liðsmenn félaganna verða gefnir upp um leið og það er ljóst hverjir það verða, en 3 mæta frá hverju félagi.
Lið Spretts: Hulda G. Geirsdóttir, Geirþrúður Geirsdóttir og Ólafur Már Símonarson.
Lið Harðar: Rúnar Þór Guðbrandson, Gylfi Þór Þorsteinsson og Þórhallur Pétursson.
Lið Sörla: verið að móta lið.
Lið Fáks: verið að móta lið.
Aðgangseyrir 500 kr
Bjór og léttvín á góðu verði ásamt Rizzo Pizzum.
Allur ágóði rennur í söfnunarsjóð Harðarbóls." segir í tilkynningu frá Herði