fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spurningar varðandi kynbótasýningar

23. apríl 2013 kl. 14:46

Spurningar varðandi kynbótasýningar

 

Svör við fjórum spurningum sem upp hafa komið.

  1. Í vinnureglum FEIF fyrir kynbótasýningar segir „Ef hrossi er riðið hvað eftir annað lengra en afmörkun brautar segir til um, getur það haft áhrif á vilja/geðslags einkunn“ sem þýðir að ef knapi/hestur fer ítrekað út fyrir merkta braut án þess að um það sé nokkuð samkomulag þeirra í milli þ.e. knapinn getur ítrekað ekki stoppað innan merkingar er viðmiðið að það hafi áhrif til lækkunar á einkunn fyrir vilja og geðslag. Hinsvegar komi til áminning ef ástæðan er sú að knapinn geri sér ítrekað leik að verknaðinum.

 

  1. Við það sé miðað að allir sýningarvellir við kynbótasýningar séu vel merktir hvað lengdir varðar. Á miðjum velli (frá miðju dómhúsi) séu markaðir 50 metrar til hvorrar áttar, í allt 100 metrar til sýningar á m.a. feti, hægu stökki og hægu tölti. Frá þeim merkingum séu markaðir 50 metrar í hvora átt þannig að þá sé um að ræða 200 metra sprettfæri í heild sinni til sýningar hæfileika. Að síðustu séu ætluð lok sýningarbrautar merkt skilmerkilega og getur þar verið um að ræða að lágmarki 25 metra en að hámarki 50 metra í hvora átt frá 200 metra merkingunni. Heildarsýningarsvæðið er því svo sem segir í reglum 250 – 300 metrar. Lagt er að knöpum að virða þessar merkingar.  

 

  1. Í nýjum reglum um heilbrigðisskoðun kynbótahrossa er sett inn ákveðið ferli áfrýjunar til dýralæknis. Það sem verið er að áfrýja er úrskurður um að áverki sé af B gráðu (alvarlegur). Hlutverk dýralæknis er því að meta hvort um svo alvarlegan áverka er að ræða eða að um minni áverka sé að ræða og ekkert sé því til fyrirstöðu að hrossið geti mætt til yfirlitssýningar næsta dag.

Ath.

  • Aðeins er um að ræða áfrýjun eftir dóm.
  • Ekki er um að ræða áfrýjun á frávísun frá sýningu.
  • Ekki er um að ræða áfrýjun eftir yfirlitssýningu.

Megin heilbrigðisskoðun er framkvæmd við mælingu og skulu hrossin mæta til hennar á stallmúl (eða hann settur á, á staðnum) en mæta á beisli til sköpulagsdóms. Eftir reiðdóm og yfirlitssýningu verði munnur skoðaður án þess að beisli sé tekið útúr hrossum.

  1. Til áréttingar skal þess getið að reglur eru skýrar hvað skeifnabreidd varðar, í reglum segir „Hámarksþykkt skeifna er 8 mm og hámarksbreidd 23 mm og skal sama breidd vera á fram- og afturfótarskeifum. Skeifurnar skulu vera samstæðar og úr samskonar efni…. „ „ ekki má muna meiru í þykkt en 2 mm á fram- og afturfótarskeifum“. Það eru semsagt engin frávik leyfð í breidd skeifna að framan og aftan en muna má 2 mm í þykkt.