miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sprett úr spori

18. mars 2014 kl. 17:03

Sleipnismaðurinn Einar Öder Magnússon á Þey frá Akranesi.

Fyrirlestur með Einari Öder

Fyrirlestur á vegum Skeiðfélagsins þar sem hinn góðkunni skeiðknapi og landsmótsmeistari Einar Öder Magnússon miðlar af þekkingu sinni og fer yfir þær þjálfunaraðferðir sem hafa reynst honum best í gegnum tíðina við uppbyggingu á skeiðhestum. 
Farið verður um víðan völl og viðstaddir leiddir um króka og kima í reynslubanka Einars. Hann mun auk þess beina sjónum sínum að því sem best hefur reynst hjá erlendum starfsbræðrum við þjálfunafrekshesta. 

Í lok fyrirlestrarins verður gestum gefinn kostur á því að spyrja Einar spjörunum úr. Fyrirlesturinn verður haldinn í Hliðskjálf á Selfossi, kl. 19.30 fimmtudagskvöldið 27. mars næstkomandi. En húsið opnar kl. 19.00

Þennan fyrirlestur má enginn láta fram hjá sér fara og ekki þarf að láta slíkt henda af fjárhagsástæðum – enda er aðgangur í boði Skeiðfélagsins