laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sportnefnd FEIF slær á fingur dómara

Jens Einarsson
8. desember 2010 kl. 16:12

Dómarar vildu hálfstangir og krossmúl út

Sportnefnd FEIF sló á fingur dómara á nefndaráðstefnu samtakanna fyrir skömmu. Þar var tekið fyrir erindi frá dómaranefnd FEIF um að banna svokallaðar hálfstangir án keðju (pessoa bits og mini-kandare). Dómaranefndin lagði einnig til að krossmúll með þessum mélum og öðrum stangamélum, með eða án keðju, yrði bannaður. Óskir sínar byggði dómaranefndin á könnum innan félags alþjóðlegra sport dómara, en þar var afgerandi meirihluti á móti nefndum búnaði. Sportnefndin klofnaði í afstöðu sinni og vísaði óskum dómara frá með þremur atkvæðum gegn þremur. Fjallað er um málið í Hestum og hestamönnum sem koma út á morgun.

Hægt er að kaupa áskrift í síma 511-6622, eða með því að smella HÉR.