sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spilað af fingrum fram

29. ágúst 2014 kl. 13:49

Frá Norðurlandamótinu í hestaíþróttum árið 2014. Mynd/Matilde Bogh

Norðurlandamótinu þarf að gera betri skil að mati liðstjóra íslenska landsliðsins.

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram í Herning í Danmörku Í  byrjun ágúst. Íslenska landsliðið, skipað 26 knöpum stóð sig þar með mikilli prýði. En betur má ef duga skal segir liðsstjóri sem vill sjá Íslendinga leggja meira undir í þetta stórmót.

Íslenska landsliðið notast að hluta til við lánshesta sem getur reynst liðinu bæði vel og illa. „Þetta er alltaf svolítið lottó. Við fylgjumst vel með frammistöðu hrossa  á mótum og þurfum að stóla mikið á aðstoðarmenn okkar úti. Það getur reynst áhættusamt að stilla upp hesti með nýjum knapa og þekkja þar að auki lítið til hestsins. Því þurfa allir að spila svolítið af fingrum fram. Þetta er ólíkt því þegar verið er að velja lið á heimsleika. Þá þekkir maður mun meira styrk og veikleika bæði hests og knapa og vinnur út frá öðrum forsendum,“ segir Páll Bragi Hómarsson og segir nauðsynlegt að endurskoða fyrirkomulagið við val á Norðurlandamótið, ætli Íslendingar að blanda sér áfram í toppbaráttu mótsins.

Viðtal við Pál Braga má nálgast í 8. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.