laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Spennufíkn og ævintýraþrá"

4. maí 2014 kl. 16:02

Aníta Margrét Aradóttir með Mongólska fánann

1000km. á villtum hestum í Mongólíu.

The Mongol Derby er lengsta og erfiðasta reiðkeppni í heiminum í dag. Í henni ferðast knapar 1000 km í gegnum Mongólíu á villtum hestum. Á leiðinni eru 25 stöðvar þar sem knapar skipta um hesta en stöðvarnar eru á 40 km. fresti. 

Á hverju ári keppa um 30 knapar, atvinnumenn og áhugamenn alls staðar að úr heiminum. Ekki nema tæplega helmingur knapa nær að klára keppni en margir hætta vegna slysa eða uppgjafar.

Enginn íslendingur hefur tekið þátt í þessari keppni fyrr en nú en Aníta Margrét Aradóttir mun ferðast til Mongólíu í sumar til að taka þátt. "Það var blanda af spennufíkn, ævintýra og ferðaþrá sem fékk mig til að sækja um. Einnig löngun til þess að gera eitthvað nýtt og öðruvísi." segir Aníta. Keppning tekur mikið á bæði líkamlegu og andlegu hlið knapans svo knapar þurfa að vera vel undirbúnir. Aníta mun eyða sumrinu að mestu leyti á hestbaki en hún mun starfa við hestaferðir þangað til að hún fer út. "Ég held það skipti miklu máli að vera mikið á baki. Ég held líka að sú reynsla sem ég hef öðlast eftir að hafa starfað við tamningar í 16 ár eigi eftir að hjálpa mikið. Andlegi hlutinn verður erfiðari. Ég ætla að próf að fara stunda jóga og svo held ég að ef maður er jákvæður og hefur gaman af þessu þá verði þetta auðveldara." segir Aníta en reiðin stendur yfir í  7 - 10 daga.

Á leiðinni geta knapar síðan gist hjá mongólskum bændum (hirðingjum) í kringlóttum tjaldhúsum sem kölluðu eru ger. "Við getum fengið mat hjá þeim sem er þá aðallega lambakjöt, með ullinni ennþá utan á og mjólk úr merum, sem er aðaldrykkurinn í Mongólíu." segir Aníta og bætir við að knaparnir geta síðan verið með nesti í bakpokum sem þau hafa á sé en bakpokinn má ekki vera meira en 5 kg. "Ef við komum of seint, eða við höfum týnst á leiðinni, og húsin eru full þá annað hvort verður þú að reyna troða þér einhvers staðar eða sofa úti."

Allan tíman á meðan keppninni stendur er vel fylgst með hrossunum. Dýralæknar fylgjast með púlsinum hjá hrossunum og hvort eitthvað sé um slys á þeim og annað. Knapar hljóta refistig síðan fyrir ef hesturinn er haltur, með sár eða púlsinn of hár. 

Mongol Derby snýst líka um að láta gott af sér leiða. Hver knapi velur sér góðgerðafélag að eigin vali sem hann mun safna áheitum fyrir og hefur Aníta ákveðið að ríða fyrir Barnaspítalasjóð Hringsins. Aníta telur að það geti haft ákveðna hvatningu fyrir hana þegar aðstæður eru orðnar erfiðar í reiðinni. 

Aníta er að leyta sér af styrktaraðilum og áhugasamir geta haft samband við hana en einnig heldur hún úti Facebook síðu, 1000 km. á villtum hestum í Mongólíu.