sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spennandi smalamót

11. mars 2012 kl. 20:51

Spennandi smalamót

Laugardaginn 10 mars fór fram keppni í smala í Uppsveitadeild Æskunnar í Reiðhöllinni á Flúðum. Alls voru skráð til leiks 12 börn og 15 unglingar. Riðnar eru tvær umferðir sem reiknaðar eru hvor fyrir sig og betri stigafjöldi úr annarri hvorri umferð gildir sem betri árangur.

Í barnaflokki voru jöfn að stigum Natan Freyr Morthens og Hrafndís Katla Elíasdóttir. Bæði felldu þau eina keilu, en Hrafndís var með betri tíma því stóð hún uppi sem sigurvegari.

Í unglingaflokki æstust leikar og margir frábærir tímar og tilþrif sáust. Leikar fóru þannig að Logakrakkarnir Finnur og Vilborg röðuðu sér í fyrsta og annað sætið og þriðja sætið hreppti Halldór Þorbjörnsson úr Trausta. Glæsilegur dagur sem tókst í alla staði vel. Tíu efstu í hvorum flokki safna svo stigum í einstaklingskeppninni og síðan keppa félögin sín á milli með samanlögðum stigum úr öllum greinum í báðum flokkum.

Staðan í liðakeppninni verður svo æsispennandi eftir því sem á líður keppnina en eftir daginn í dag er LOGI í efsta sæti.

Meðfylgjandi eru helstu úrslit
 
 
BARNAFLOKKUR
TÍMI FELLDAR STIG
1 Hrafndís Katla Elíasdóttir SMÁRI Kakali  17vetra. 45,11 1 286
2 Natan Morthens LOGI Spónn frá Hrosshaga 11v 47,28 1 286
3 Sigríður Magnea Kjartansdóttir LOGI Ýmir frá Bræðratungu 9v 46,44 1 266
4 Sölvi Freyr Jónasson   LOGI Bára frá Bræðratungu 8v 47,52 1 266
5 Aníta Víðisdóttir SMÁRI Skoppi frá Bjargi, 12 v. 47,79 0 260
6 Eva María Larsen LOGI Glampi frá Reykholti 14v 47,74 1 256
7 Viktor Logi Ragnarsson SMÁRI Erró frá Neðra Seli 8v, 52,89 0 230
8 Viktor Máni Sigurðsson SMÁRI Þýða frá Kaldbak, 12v 54,01 1 216
9 Guðný Helga E. Sæmundssen LOGI Logi frá Bergstöðum 8v 54,74 0 210
10 Einar Ágúst Ingvarsson SMÁRI Prins frá Fjalli 8 v. 53,33 1 206
 
UNGLINGAFLOKKUR
TÍMI FELLDAR STIG
1 Finnur Jóhannesson   LOGI Geisli frá Brekku 8v. 38,53 2 272
2 Vilborg Rún Guðmundsdóttir   LOGI Drífandi frá Begstöðum 8 v. 39,51 1 266
3 Halldór Þorbjörnsson TRAUSTI Hæringur frá Miðengi, 8V. 38,8 2 252
4 Sólveig Arna Einarsdóttir SMÁRI Æsa frá Grund, 21 v. 42,04 2 232
5 Guðjón Hrafn Sigurðsson SMÁRI Grettir 20 v. Grár 43,74 0 230
6 Kjartan Helgason SMÁRI Þokki frá Hvammi 1, 11 v 40,57 3 228
7 Marta Margeirsdóttir LOGI Ljóska frá Brú 6v. 45,88 2 202
8 Dórothea Ármann LOGI Dögg frá Ketilsstöðum 21v 43,57 3 198
9 Karitas Ármann LOGI Björgvin frá Friðheimum 10v 48,15 1 196
10 Aron Freyr Margeirsson   LOGI Lipurtá frá Brú 6v. 47,98 2 192
 
STAÐAN Í EINSTAKLINGSKEPPNINNI
BARNAFLOKKUR STIG
1 Hrafndís Katla Elíasdóttir SMÁRI 10
2 Natan Morthens LOGI 9
3 Sigríður Magnea Kjartansdóttir LOGI 8
4 Sölvi Freyr Jónasson   LOGI 7
5 Aníta Víðisdóttir SMÁRI 6
6 Eva María Larsen LOGI 5
7 Viktor Logi Ragnarsson SMÁRI 4
8 Viktor Máni Sigurðsson SMÁRI 3
9 Guðný Helga E. Sæmundssen LOGI 2
10 Einar Ágúst Ingvarsson SMÁRI 1
 
UNGLINGAFLOKKUR
1 Finnur Jóhannesson   LOGI 10
2 Vilborg Rún Guðmundsdóttir   LOGI 9
3 Halldór Þorbjörnsson TRAUSTI 8
4 Sólveig Arna Einarsdóttir SMÁRI 7
5 Guðjón Hrafn Sigurðsson SMÁRI 6
6 Kjartan Helgason SMÁRI 5
7 Marta Margeirsdóttir LOGI 4
8 Dórothea Ármann LOGI 3
9 Karitas Ármann LOGI 2
10 Aron Freyr Margeirsson   LOGI 1
 
 
STAÐAN Í LIÐAKEPPNINNI
  BÖRN UNGLINGAR SAMTALS
LOGI 31 29 60
SMÁRI 24 18 42
TRAUSTI 0 8 8