miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spennandi parafimi

odinn@eidfaxi.is
19. febrúar 2019 kl. 22:49

Parafimi Suðurlandsdeild

Kvöldskemmtun af bestu gerð í Rangárhöllinni.

Í dag er parafimi, einkennisgrein Suðurlandsdeildarinnar klárlega ein skemmtilegasta keppnisgreinin sem keppt er í af fjölmörgum áhugaverðum greinum reiðhalladeilda landsins. Keppnin felur í sér að einn áhugamaður og einn atvinnumaður keppa saman í nokkurs konar gæðingafimi þar sem tveir eru inn á í einu.

Nú í kvöld fór fram keppni í þessari grein í Suðurlandsdeildinni en alls kepptu 17 pör og sex þeirra riðu svo til úrslita. Flestar sýningarnar voru mjög vel útfærðar en þar gefst knöpum færi á að sýna samhæfni sína ásamt því að flétta fimiæfingar inni í oft kraftmiklar sýningar sem eru góð skemmtun fyrir alla sem njóta þess að sjá vel tamda gæðinga í sínu besta. Formið býður upp á ótal útfærslur en auk þess hefur skapast sú skemmtilega hefð að margir keppendanna klæða sig upp í búninga til að brjóta upp hið hefðbundna form keppnisklæðnaðar. Þetta gefur keppninni skemmtilegan blæ.

Sigurvegarar kvöldsins voru þær Svenja Kohl og Ásta Björnsdóttir sem sem voru með kraftmikla sýningu á tveimur klárhyrssum þar sem boðið var uppá fágun, rými, fas og fótarburð. En í öðru sæti urðu þær Brynja Amble Gísladóttir og Sara Camilla Lundberg en af tólf knöpum í úrslitum voru einungis þrír karlar. 

Þetta er klárlega keppnisgrein sem fleiri mættu taka upp hjá sér og er skemmtileg áhrofs þegar hún gekk svo hratt í gegn eins og raunin var í Rangárhöllinni í kvöld.