fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spennandi lokamót framundan í KEA mótaröðinni

21. mars 2011 kl. 16:04

Spennandi lokamót framundan í KEA mótaröðinni

Síðasta keppni KEA mótaraðarinnar fer fram fimmtudaginn 24. mars nk. en þá verður keppt í slaktaumatölti og skeiði. Skráningar skal senda á lettir@lettir.is.

"Skráningargjaldið er 2.500 kr. fyrir hvern hest, og það þarf að leggja inná 0302-26-15841 kt: 430269-6749 (a.t.h. þetta er ekki sami reikn. og vanalega er notaður, greiða þarf skráningargjaldið fyrir hádegi á fimmtudag). Skráningu lýkur kl. 21 þriðjudaginn 22. mars, ráslistar verða birtir miðvikudaginn 23. mars. Taka þarf fram nafn knapa og kennitölu og í hvaða grein er verið að skrá í, nafn hests og ISnúmer, án þessara upplýsinga er skráningin ógild. Mótið hefst kl. 19:00 og er knapafundur kl. 18:15," segir í tilkynningu frá aðstandendum mótaraðarinnar.

Það horfir í spennandi lokakeppni enda er mjótt á munum milli keppenda í stigakeppni mótaraðarinnar. Eftir fimmgangskeppni í síðustu viku skaut Stefán Friðgeirsson sér upp fyrir Eyjólf Þorsteinsson.  Á hæla þeirra koma Helga Árnadóttir, Pétur Vopni Sigurðsson, Baldvin Ari Guðlaugsson og Viðar Bragason. Allt getur því gerst og verður eflaust barist til síðasta skeiðspretts.

Staðan í mótaröðinni eftir þrjár greinar er eftirfarandi:
Stefán Friðgeirsson               18. Stig.
Eyjólfur Þorsteinsson            14. Stig.
Helga Árnadóttir                    12. Stig.
Pétur Vopni Sigurðsson        11. Stig.
Baldvin Ari Guðlaugsson       11. Stig.
Viðar Bragason                      11. Stig
Þorbjörn Matthíasson            8. Stig.
Camilla Hoj                                8. Stig.
Jón Björnsson                          5. Stig.
Vignir Sigurðsson                    5. Stig.
Guðmundur K Tryggvason    4. Stig.
Anna K Friðriksdóttir             4 . stig.
Þorvar Þorsteinsson               4. Stig.
Þór Jónsteinsson.                   4. Stig.
Þórhallur D Pétursson           1. Stig.