miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spennandi lokamót á fimmtudag - Eyjólfur veðjar á tvo hesta

23. mars 2011 kl. 15:44

Spennandi lokamót á fimmtudag - Eyjólfur veðjar á tvo hesta

Fjórða og síðasta mót KEA mótaraðarinnar fer fram í Top Reiter höllinni nk. fimmtudag kl. 19.
Keppt verður í T2 slaktaumatölti og í skeiði. Knapafundur er kl. 18.15. Aðgangseyrir er 500 kr.

Stefán Friðgeirsson leiðir mótaröðina eftir að hann hafnaði í öðru sæti fimmgangskeppninnar fyrir viku síðan á Degi frá Strandarhöfði, aðeins 0,05 stigum frá Viðari Bragasyni og Sísí frá Björgum. Báðir munu þeir mæta með sömu hross til leiks í skeið á fimmtudag. Athygli vekur að Eyjólfur Þorsteinsson, sem situr nú í öðru sæti mótaraðarinnar, 4 stigum frá Stefáni, ætlar að mæta með tvo hesta til leiks í skeiði á fimmtudaginn.

Hér er ráslisti kvöldsins:

Skeið
1. Anna Kristín Friðriksdóttir og Jóhannes Kjarval frá Hala    
2. Erlingur Ingvarsson og Blær frá Torfunesi    
3. Baldvin Ari Guðlaugsson  og  Jökull frá Efri-Rauðalæk    
4. Þór Jónsteinsson og  Drottning frá Kálfsskinni    
5. Viðar Bragason  og Sísí frá Björgum    
6. Eyjólfur Þorsteinsson og  Spyrna frá Vindási    
7. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir og Hvinur frá Litla-Garði    
8. Stefán Birgir Stefánsson og Tristan frá Árgerði    
9. Sveinbjörn Hjörleifsson og Blævar frá Dalvík    
10. Camilla Höj  og Skjóni frá Litla-Garði    
11. Guðlaugur Magnús Ingason og Stella frá Sólheimum    
12. Atli Sigfússon og Gígja frá Litla-Garði    
13. Sveinn Ingi Kjartansson og  Prati frá Eskifirði    
14. Erlingur Ingvarsson og  Möttull frá Torfunesi    
15. Stefán Friðgeirsson og Dagur frá Strandarhöfði    
16. Þórhallur Þorvaldsson  og  Rán frá Litla-Dal    
17. Baldvin Ari Guðlaugsson og Máni frá Djúpárbakka    
18. Eyjólfur Þorsteinsson og Vorboði frá Höfða    
19. Sveinbjörn Hjörleifsson og Drífa Drottning frá Dalvík    
20. Sara Armbru og Húmi frá Reykjavík    
21. Þór Jónsteinsson og Glettingur frá Dalsmynni    
22. Þorbjörn Hreinn Matthíasson og Hvinur frá Hamrahóli    

Slaktaumatölt
1. Þór Jónsteinsson  og  Kopar frá Hvanneyri    
2. Sveinn Ingi Kjartansson  og  Stígur frá Naustum III    
3. Camilla Höj og  Skjóni frá Litla-Garði    
4. Atli Sigfússon og Krummi frá Egilsá    
5. Baldvin Ari Guðlaugsson og  Akkur frá Hellulandi    
6. Stefán Friðgeirsson  og  Saumur frá Syðra-Fjalli I    
7. Anna Catharina Gros og  Orka frá Arnarholti    
8. Eyjólfur Þorsteinsson og Ögri frá Baldurshaga    
9. Anna Kristín Friðriksdóttir  og  Eldjárn frá Sandhólaferju    
10. Viðar Bragason  og   Amanda Vala frá Skriðulandi    
11. Þorbjörn Hreinn Matthíasson og  Röskva frá Höskuldsstöðum    
12. Viðar Bragason og  Spænir frá Hafrafellstungu 2    
13. Sveinn Ingi Kjartansson og  Blika frá Naustum III