fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spennandi keppendur etja kappi

2. apríl 2015 kl. 13:28

Eldur frá Torfunesi kemur fram í stóðhestakynningu.

Ráslisti Þeirra allra sterkustu sem fer fram næstkomandi laugardag.

"Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga stendur fyrir töltmótinu Þeir allra sterkustu í Sprettshöllinni næstkomandi laugardag,  4.apríl.

"26 sterkustu töltarar heims mæta til leiks. Þar á meðal  heimsmeistarinn í tölti Jóhann R. Skúlason sem flýgur frá Danmörku til að taka þátt. Búast má við gríðarlega skemmtilegri keppni þar sem allt verður lagt undir.

Þarna munum við sjá núverandi heimsmeistara, fyrrverandi heimsmeistara og örugglega næsta heimsmeistara í tölti, auk landsmótssigurvegara, Íslandsmeistara, Reykjavíkurmeistara svo einhverjir séu nefndir.

Í fyrsta sinn í heiminum verður boðið upp á stóðhestaveltu með 100 folatollum þar sem 90 stóðhestar eru með 1.verðlaun auk 10 ungra og mjög efnilegra hesta sem lofa mjög góðu. Allir 100 tollarnir verða í einum potti og kostar aðeins KR. 25.000 að taka þátt – engin núll og allir hagnast.  Gríðarleg spenna og eftirvænting er um þessa stóðhestaveltu.

 Boðið verður uppá spennandi stóðhestakynningu á eftirfarandi stóðhestum: Steggur frá Hrísdal, Sproti frá Enni og Eldur frá Torfunesi.  

Arnari Inga Ólafsson eða Johnny Cash okkar Íslendinga sem vakti svo eftirminnilega athygli á Johnny Cash tónleikunum í Háskólabíó skemmtir gestum.

Happdrættið verður á sínum stað, en meðal vinninga þar verða 3 folatollar undir glæsilega stóðhesta, hnakkur frá Top Reiter og ferðavinningur frá Úrval útsýn.

 Þetta verður fjölskylduskemmtun sem enginn má missa af.   Landsliðsnefnd LH vill þakka öllum sem lagt hafa málefninu lið.   Allir vinna í sjálfboðavinnu og öll innkoma rennur óskert til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem heldur á HM í Herning í sumar.   Án allra velgjörðarmanna landsliðsins og styrktaraðila væri ekki mögulegt að senda út landslið.

Aðgöngumiðaverði er stillt í hóf og kostar aðeins KR. 3.500 á mann inn á þennan einstaka heimsviðburð. Frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

Húsið opnar klukkan 18.30  og hefst þá strax stóðhestaveltan sem margir bíða spenntir eftir.

Töltkeppnin hefst á slaginu 20.00 og má búast við að bekkurinn verði þétt setinn," segir í tilkynningu frá LH, en hér eru ráslistar mótsins:


 1 Helga Una Björnsdóttir Vág frá Höfðabakka Þytur Brúnn
2 Siguroddur Pétursson Hrynur frá Hrísdal Snæfellingur Rauður
3 Sigurður Vignir Matthíasson Andri frá Vatnsleysu Fákur Brúnn
4 Gísli Gíslason Trymbill frá Stóra-Ási Stígandi Brúnn
5 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík Máni Brúnn
6 Reynir Örn Pálmason Bragur frá Seljabrekku Hörður Brúnn
7 Lena Zielinski Melkorka frá Hárlaugsstöðum 2 Geysir Rauður
8 Sigurður Sigurðarson Arna frá Skipaskaga Geysir Dökkjörp
9 Hinrik Þór Sigurðsson Skyggnir frá Aðalbóli (Skeiðvöllum) Sörli Rauður
10 Teitur Árnason Kúnst frá Ytri-Skógum Fákur Brún
11 Gústaf Ásgeir Hinriksson Þytur frá Efsta-Dal II Fákur Brúnn
12 Ólafur Andri Guðmundsson Straumur frá Feti Geysir Brúnn
13 Daníel Jónsson Arion frá Eystra-Fróðholti Geysir Brúnn
14 Játvarður Jökull Ingvarsson Röst frá Lækjarmóti Hörður
15 Hulda Gústafsdóttir Kiljan frá Holtsmúla Fákur Brúnn
16 Hallgrímur Birkisson Dáti frá Hrappsstöðum Geysir Svartur
17 Jakob Svavar Sigurðsson Kilja frá Grindavík Dreyri
18 Berglind Ragnarsdóttir Frakkur frá Laugavöllum Fákur Jarpur, tvístjörnóttur
19 Sigurbjörn Bárðason Jarl frá Mið-fossum Fákur
20 Viðar Ingólfsson Dáð frá Jaðri Fákur Rauðglófext
21 Árni Björn Pálsson Stormur frá Herríðarhóli Fákur Brúnn
22 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Spretta frá Gunnarsstöðum Hörður Brún
23 Guðmundur Björgvinsson Geysir