föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spennandi hross frá Skriðu

18. febrúar 2015 kl. 17:00

Kjarkur frá Skriðu er jafnvígur skrefamikill alhliða hestur með 8,53 fyrir hæfileika. Knapi Þór Jónsteinsson.

Þór mætir með Kjark í KEA deildina.

Í Skriðu í Hörgárdal er rekið blandað bú og verkin breytileg eftir því. Þar er hestamennskan unnin frá öllum hliðum, þar eru hestar ræktaðir, tamdir, þjálfaðir, sýndir og seldir. Hjónin Þór Jónsteinsson og Sigríður Kristín Sverrisdóttir hafa verið ötul í hrossarækt sem og í sauðfjárrækt, þar sem þau hafa einnig sýnt fram á góðan árangur á landsvísu. Ungur sonur þeirra, Egill Már, hefur staðið sig vel í keppni og verið í fremstu röð á meðal jafnyngja.

Skriða var nýverið eitt af þeim fimm búum á landsvísu sem tilnefnd voru sem keppnishrossabú ársins 2014. Meðal áhugaverðra hrossa sem frá búinu hafa komið má þar helst nefna Mola frá Skriðu og nú nýverið son hans Kjark en Þór mun tefla honum fram á fyrsta móti KEA deildarinnar sem hefst á morgun. Kjarkur er undan Sunnu frá Skriðu sem fékk á sínum tíma 8,43 fyrir hæfileika og hefur stór hluti afkvæma hennar reynst afbragðs keppnishross.

Eiðfaxi leit í heimsókn og fékk smá innsýni inn í þá fjölbreyttu starfsemina sem fram fer að Skriðu. Greinina má nálgast í 2. tölublaði Eiðfaxa sem kemur út í lok mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.