sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spennandi fimmgangur MD

Óðinn Örn Jóhannsson
28. febrúar 2018 kl. 00:02

Logi og Sigurbjörn drógu rástöð Meistaradeildar

Úrdráttur rásraðar í beinni útsendingu fær mikið áhorf.

Þá er ráslistinn klár fyrir fimmganginn en sú skemmtilega aðferð hefur verið tekin upp að rásröð er dregin út í beinni útsendingu á Facebook. Það eru þeir Sigurbjörn Viktorsson dómari í deildinni og Logi Laxdal stjórnarmaður meistaradeildar sem hafa séð um úrdráttinn en þetta fyrirkomulag gerir ákvörðun rásraðar opnari og meira spennandi. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarmanni deildarinnar hefur þessi háttur lagst vel í áhorfendur og hafa hundruð horft á úrdráttinn í beinni útsendingu.

Fyrstur í braut er Hinrik Bragason á Byr frá Borgarnesi en þeir eru orðnir nokkuð reyndir í þessari keppnisgrein. Keppnin hefst kl. 19:00 en hún fer fram í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi. Húsið opnar 17:00 

Margt verður um gæðinginn í Samskipahöllinni þetta kvöldið en á listanum eru margir hátt dæmdir stóðhestar þ.á.m. Hrafn frá Efri - Rauðalæk en knapi á honum er Daníel Jónsson. Hrafn hefur hlotið 9,03 fyrir hæfileika og þar af 9.5 fyrir skeið. Matthías Leó mætir með Hafstein frá Vakursstöðum en hann höfum við séð áður undir handleiðslu Teits Árnasonar en Hafsteinn hefur hlotið 9.5 fyrir skeið í kynbótadómi. Árni Björn Pálsson mætir með tíu skeiðarann Roða frá Lyngholti og Olil Amble mætir með engan annan en Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum sem hlaut 9.5 fyrir skeið í kynbótadómi. Sigurbjörn Bárðason mætir með Nóa frá Stóra-Hofi en hann hefur einnig hlotið 9.5 fyrir skeið. Sigurvegari fimmgangsins frá því í fyrra Hulda Gústafsdóttir teflir nú fram Gangster frá Árgerði en Gangster vakti mikla athygli í A flokki á LM2014 á Hellu. Íslandsmeistarinn í fimmgangi Þórarinn Ragnarsson mætir með Hilding frá Bergi en þeir voru í A úrslitum í þessari grein í fyrra. 

Ekki láta þessa veislu framhjá ykkur fara og tryggið ykkur miða inn á tix.is en einnig verða seldir miðar í anddyri. Einnig er hægt að horfa beint frá keppninni inn á oz.com og á Stöð 2 sport. 

1 Hinrik Bragason Byr frá Borgarnesi

2 Guðmundur Björgvinsson Þór frá Votumýri 2

3 Matthías Leó Matthíasson Hafsteinn frá Vakurstöðum

4 Ævar Örn Guðjónsson Kolskör frá Hárlaugsstöðum 

5 Bergur Jónsson Stúdent frá Ketilsstöðum

6 Daníel Jónsson Hrafn frá Efri-Rauðalæk

7 Olil Amble Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum

8 Sigurður Vignir Matthíasson Gormur frá Efri-Þverá

9 Ragnhildur Haraldsdóttir Þróttur frá Tungu

10 Jakob Svavar Sigurðsson Skýr frá Skálakoti

11 Hulda Gústafsdóttir Gangster frá Árgerði

12 Ásmundur Ernir Snorrason Kaldi frá Ytra-Vallholti

13 Sigurður Sigurðarson Álfsteinn frá Hvolsvelli

14 Viðar Ingólfsson Óskahringur frá Miðási

15 Teitur Árnason Sjóður frá Kirkjubæ

16 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli

17 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ

18 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Vaki frá Auðsholtshjáleigu

19 Sigurbjörn Bárðarson Nói frá Stóra-Hofi

20 Hans Þór Hilmarsson Kylja frá Stóra-Vatnsskarði

21 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Brimnir frá Efri-Fitjum

22 Ólafur Brynjar Ásgeirsson Freyja frá Vöðlum

23 Þórarinn Ragnarsson Hildingur frá Bergi

24 Árni Björn Pálsson Roði frá Lyngholti