mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spennandi fimmgangskeppni framundan

9. mars 2011 kl. 11:12

Spennandi fimmgangskeppni framundan

Fimmgangskeppni KEA mótaraðarinnar fer fram fimmtudaginn 10. mars í Top Reiter höllinni á Akureyri og hefst keppni kl. 19. Aðgangseyrir er 500 kr.

Eyjólfur Þorsteinsson leiðir stigakeppni mótaraðarinnar og mun mæt með Ögra frá Baldurshaga, en þeir urðu í öðru sæti fimmgangskeppni KS-deildarinnar á dögunum. Þau Helga Árnadóttir, Stefán Friðgeirsson, Pétur Vopni Sigurðsson og tvöfaldur sigurvegari Ístölts Austurlands, Þorbjörn Hreinn Matthíasson, eru ekki langt á eftir Eyjólfi í stigakeppni og verður keppnin á fimmtudag eflaust gríðarlega spennandi.

Knapafundur er kl. 18.15

Hér er ráslisti kvöldsins:

1. Camilla Höj og Styrkur frá Hólshúsum
2. Stefán Friðgeirsson og Dagur frá Strandarhöfði
3. Baldvin Ari Guðlaugsson og Sóldís frá Akureyri
4. Þór Jónsteinsson og Kopar frá Hvanneyri
5. Vignir Sigurðsson og Prinsessa frá Garði
6. Viðar Bragason og Sísí frá Björgum
7. Birgir Árnason og Spá frá Ytra-Skörðugili
8. Sveinn Ingi Kjartansson og Prati frá Eskifirði
9. Camilla Höj og Skjóni frá Litla-Garði
10. Þorbjörn Hreinn Matthíasson og Hvinur frá Hamrahóli
11. Pétur Vopni Sigurðsson og Hildigunnur frá Kollaleiru
12. Eyjólfur Þorsteinsson og Ögri frá Baldurshaga
13. Stefán Birgir Stefánsson og Tristan frá Árgerði
14. Baldvin Ari Guðlaugsson og Jökull frá Efri-Rauðalæk
15. Viðar Bragason og Spænir frá Hafrafellstungu 2
16. Helga Árnadóttir og Þruma frá Akureyri
17. Anna Kristín Friðriksdóttir og Ölun frá Grund
18. Sveinn Ingi Kjartansson og Freyr frá Naustum III
19. Atli Sigfússon og Gígja frá Litla-Garði
20. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir og Hvinur frá Litla-Garði
21. Pétur Vopni Sigurðsson og Öðlingur frá Búðarhóli
22. Birgir Árnason og Hrönn frá Yzta-Gerði
23. Baldvin Ari Guðlaugsson og Frami frá Efri-Rauðalæk