miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spennandi að sjá stóðhestana í yfirlitssýningunni sem hefst kl.12

Herdis Reynis
10. ágúst 2013 kl. 08:03

Rebecca Frey

Kynbótabrautin betri nú en í upphafi vikunnar.

Rebecca Frey kynbótadómari segist ánægð með kynbótahrossin á HM. Hún telur afar mikilvægt að kynbótasýningar séu hluti af HM enda sést það á áhugasömum áhorfendum að þessi dagskrárliður á fyllilega rétt á sér.

Flestar hryssurnar hækkuðu sig á yfirlitinu og segir Rebecca það ánægjulegt. Brautin hafi verið ansi laus í upphafi vikunnar en orðið mun betri þegar á leið sem skiptir oft sköpum svo hrossin geti skilað sínu ítrasta.

Stemmningin er frábær hér segir Rebecca og finnst einnig aðbúnaðurinn að mestu í góðu lagi en Eiðfaxi hefur þó heyrt frá allnokkrum áhugasömum áhorfendum að byggingardómar hafi verið áhorfendavænni á síðustu tveimur mótum.

Rebecca er hæstánægð með staðsetninguna, finnst skemmtileg nýbreytni að halda stórmót í stórborg og hafa tækifæri til að skreppa út fyrir mótssvæðið og upplifa borgarmenninguna rétt handan við hornið.