miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spenna og skemmtun á Grunnskólamótum

24. mars 2011 kl. 10:40

Spenna og skemmtun á Grunnskólamótum

Í vetur hafa verið haldin tvö fjörug hestaíþróttamót milli grunnskóla á Norðurlandi vestra þar sem nemendur 1.-10. bekkja úr sex grunnskólum keppa sín á milli í hinum ýmsu keppnisgreinum.

Í ár er metár í Grunnskólamótinu í hestaíþróttum því 88 nemendur úr grunnskólunum Húnavallaskóla, Grunnskóla Húnaþings vestra, Varmahlíðarskóla, Árskóla, Grunnskóla austan vatna og Blönduskóla eru skráðir til leiks. Keppt hefur verið í þrautabraut, fegurðarreið, tvígangi, þrígangi, fjórgangi og skeiði þar sem efstu nemendur í hverri keppni  hafa hlotið stig fyrir sinn skóla.

Grunnskólamótið er samstarfsverkefni æskulýðsnefnda hestamannafélaganna Léttfeta, Stíganda, Svaða, Neista og Þyts en Kaupfélag Skagfirðinga er stærsti stuðningsaðilli mótaraðarinnar. Reglur hverrar keppni miðar að aldri keppenda. Nemendur í 1.-3. Bekk keppa í fegurðarreið og þrautabraut. Nemendur 4.-7. Bekkjar keppa í tvígangi, þrígangi, tölti og smala en unglingarnir í 8.-10. Bekk þurfa að lúta öllum reglum LH og keppa í tölti, fjórgangi og skeiði. Þann 20. febrúar glímdu grunnskólanemendurnir við þrautabraut í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi. Sunnudaginn 20. mars öttu nemendurnir síðan kappi í fegurðarreið, tvígang, þrígang, fjórgang og skeið í reiðhöllinni Svaðastöðum hjá Sauðárkróki .

Haraldur Smári Haraldsson hjá Æskulýðsnefnd Léttfeta segir mótaröðin sé nú haldin þriðja árið í röð.  „Þetta er skemmtilegt leið til að leiða saman börn og unglinga frá þessum rótgrónu hestamannahéröðum. Á mótunum hittast krakkarnir og kynnast, það er alltaf afar létt yfir mótunum. Reyndar getur verið ansi mikill metingur á milli foreldra sem taka mótunum af alvöru. En krakkarnir eru allir frábærir reiðmenn, stundum mæta í braut glæsilegir gæðingar og efnilegir knapar sem sýna þvílíka takta að maður tárast hreinlega við að horfa á þau,“ segir Haraldur Smári.

Varmahlíðarskóli hefur unnið stigakeppni milli skólanna síðastliðinn tvö ár og skaut sér í efsta sæti eftir síðasta móti. En Húnavallaskóli er ekki langt undan og allt getur gerst í lokamótinu sem haldið verður á Hvammstanga þann 3. apríl nk. Þá verður keppt í fegurðarreið, tölti og skeiði. Eftir mót verður slegið upp veglegri uppskeruhátíð fyrir keppendur og aðstandendur í höllinni á Hvammstanga þar sem fagnað verður vel heppnaðri mótaröð.

Eiðfaxi fagnar framtaki æskulýðsnefnda hestamannafélaganna sem standa að mótaröðinni og skorar um leið á fleiri hestamannafélög til að standa að slíkum mótum. Svona er hægt að hvetja unga og efnilega knapa til dáða.
Hér eru úrslit og myndir frá mótinu 20. mars sl. Myndirnar tók Ingibjörg Klara Helgadóttir.

Fegurðarreið  
1.    Aníta Ýr Atladóttir    Demantur f. Syðri-Hofdölum    Varmahlíðarskóli    7,5
2.    Björg Ingólfsdóttir    Hágangur frá Narfastöðum    Varmahlíðarskóli    7
3.    Stefanía Sigfúsdóttir    Lady frá Syðra-Vallholti    Árskóli    6,5
4.    Freydís Þóra Bergsdóttir    Gola frá Ytra-Vallholti    Gr.austan vatna    6
5.    Jón Hjálmar Ingimarsson    Flæsa frá Fjalli    Varmahlíðarskóli    5,5
 
Tvígangur   
1.    Sigurður Bjarni Aadnegard    Prinsessa frá Blönduósi    Blönduskóli    6,8
2.    Viktoría Eik Elvarsdóttir    Máni frá Kvestu    Varmahlíðarskóli    6,5
3.    Leon Paul Suska    Neisti frá Bolungarvík    Húnavallaskóli    6
4.    Stella Finnbogadóttir    Dalablesi frá Nautabúi    Árskóli    5,8
5.    Hólmar Björn Birgisson    Tangó frá Reykjum    Gr.austan vatna    5,5
 
Þrígangur
1.    Þórdís Inga Pálsdóttir    Kjarval frá Blönduósi    Varmahlíðarskóli    7
2.    Ásdís Ósk Elvarsdóttir    Ópera frá Brautarholti    Varmahlíðarskóli    6,7
3.    Ingunn Ingólfsdóttir    Hágangur f. Narfastöðum    Varmahlíðarskóli    6,5
4.    Lilja María Suska    Þruma frá Steinnesi    Húnavallaskóli    6,2
5.    Viktor Jóhannes Kristóferss.    Flosi frá Litlu-Brekku    Gr.Húnaþings vestra    6
 
Fjórgangur 
1.    Ragna Vigdís Vésteinsd.    Glymur frá Hofsstaðaseli    Varmahlíðarskóli    6,2
2.    Jón Helgi Sigurgeirsson    Töfri frá Keldulandi    Varmahlíðarskóli    6,1
3.    Haukur Marian Suska    Þruma frá Steinnesi    Húnavallaskóli    5,6
4.    Eydís Anna Kristófersdóttir    Sómi frá Böðvarshólum    Gr.Húnaþings vestra    5,5
5.    Gunnar Freyr Gestsson    Flokkur frá Borgarhóli    Varmahlíðarskóli    5,4
 
Skeið 
1.    Bryndís Rún Baldursdóttir    Björk frá Íbishóli    Árskóli
2.    Hanna Ægisdóttir    Blesa frá Hnjúkahlíð    Húnavallaskóli
3.    Friðrik Andri Atlason    Gneisti frá Ysta-Mó    Varmahlíðarskóli
4.    Sara María Ásgeirsdóttir    Jarpblesa frá Djúpadal    Varmahlíðarskóli
 
Staða skólanna eftir tvö mót
1.    Varmahlíðarskóli    67
2.    Húnavallaskóli    62
3.    Árskóli    40
4.    Gr. Húnaþings vestra    39
5.    Blönduskóli    27
6.    Gr. Austan vatna    26