mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sparisjóður Skagafjarðar styrkir Sögusetur íslenska hestsins

24. september 2011 kl. 01:43

Sparisjóður Skagafjarðar styrkir Sögusetur íslenska hestsins

Á laufskálaréttardaginn, laugardaginn 24. september hafa fulltrúar Sparisjóðs Skagafjarðar og Söguseturs íslenska hestsins mælt sér mót í Kolbeinsdal sem er afrétt Hóla- og Viðvíkurhreppa hinna fornu...

Tilefnið er að Sparisjóður Skagafjarðar hefur ákveðið að styðja við rekstur Sögusetursins. Viðeigandi  þykir að undirrita samninginn í Kolbeinsdalnum en þar var Sparisjóðurinn stofnaður fyrir liðlega hundrað árum og síðar fluttur á klakki niður í Hólahrepp. Búast má við að líflegt verði í dalnum á morgun við undirritunina en þá mun her manna reka stóðið úr Kolbeinsdalnum til Laufskálaréttar. Samningurinn skiptir miklu máli fyrir Sögusetrið og eru forsvarsmenn þess afar þakklátir fyrir stuðninginn.

Samningurinn verður undirritaður kl. 11.00 við afréttarhliðið í Kolbeinsdal.