mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spænskir knapar eru listamenn

23. janúar 2015 kl. 13:53

Lilja Pálmadóttir segir spænska reiðmenn snillinga. Hér prófar hún fallegan gæðing af Andalúsíukyni.

Í Andalúsíu slær hjarta reiðlistarinnar.

Á haustdögum fór hópur kunnra hestamanna í vel þegið frí til Costa Ballena sem er í hinu kunna Andalúsíuhéraði á Suður-Spáni. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast aldalangri reiðhef, frábærum hestum og ótrúlegum reiðlistamönnum.

Lilja Pálmadóttir var á meðal þeirra. Hún fór í nokkra reiðtíma og fékk nasaþef af ýmsum þjálfunaratriðum á borð við spænska skrefið og fleiri spor. Henni kom þó fátt á óvart í reiðkennslunni. „Þeirra reiðmennskuhefð er klassísk og hana stundum við í grófum dráttum hér heima. Hins vegar eru spænsku reiðmennirnir algerir snillingar. Svo er líka gaman að fylgjast með hvernig  stíll í reiðmennsku er mismunandi eftir löndum. Þjóðverjar ríða hestum svolítið eins og verkfræðingar meðan Spánverjar eru meira eins og listamenn,“ segir Lilja og mælir með ferðinni fyrir hestanörda. „Það er gaman að upplifa þennan heim með öðru hestafólki.“

Grein þessa má nálgast í 1. tölublaði Eiðfaxa sem kemur út á morgun. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.