þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sótt að íslenska töltaranum

2. apríl 2013 kl. 11:00

Sótt að íslenska töltaranum

Íslenskir hestar voru ekki á meðal sýningaratriða á Equitana sýningunni sem haldin var í Þýskalandi fyrir skömmu. Er þetta í fyrsta sinn í sautján ár sem íslenskir hestar eru ekki á sýningunni. Oftar en ekki hafa þeir náð inn á svokallað "Top Show", sem er úrvalið af því besta.

Jens Einarsson:

Equitana er ein stærsta hestasýning sem haldin er í heiminun. Hún stendur í 10 daga og hana sækja um 250   þúsund manns. Einn sölubás með kynningarefni um íslenska hestinn var á sýningunni, en hann þótti heldur lítilfjörlegur miðað við oft áður, bæði hvað varðar umfang og upplýsingar.

Íslenskt hestafólk, sem var á sýningunni, sagði upplifun sína þá að íslenski hesturinn ætti í vök að verjast. Greinilegt væri að önnur ganghestakyn væru í sókn, svo sem Manga Larga hesturinn frá Brasilíu og mikið væri lagt í markaðssetningu og kynningu á honum sem reiðhesti. Enginn vafi léki á að það væri verið að sækja með hann inn á sama markað og íslenska hestinn.

Í þessu sambandi má geta þess að aukinn áhugi virðist vera á ganghestum í Ameríku, en þar hafa verið stofnuð ræktunarsamtök um svokallaðan "Single Footing" hest, sem er í raun fimmgangshestur, flugrúmur á tölti og skeiði. Þessum hestum er þó aðallega riðið á "góðgangi", alla vega enn sem komið er, en ekki er ósennilegt að reiðmenn vestra uppgötvi fyrr en seinna töfra þess að þjálfa allar gangtegundirnar fimm. Margir "Single Footing" hestar eru stórir og fagrir og lagt er kapp á að viðhalda öllum hugsanlegum litum.