miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sonur Adams og Evu í Austurríki

26. mars 2014 kl. 12:17

Stund milli skeiðspretta hjá Arfi frá Ásmundarstöðum og Sigurði Óla Kristinssyni á LM2012.

Vekringar í Evrópu.

Góðir vekringar eru söluvænir gripir í Evrópu. Það sem af er árinu hafa nokkrir góðir fimmgangshestar farið úr landi.

Máttur frá Leirubakka og Patrik frá Reykjavík fóru til Sviss en þeir hafa báðir getið sér gott orð. Máttur var keppnishestur Sigurðar V. Matthíassonar en Patrik kemur úr ræktun Lenu Zielinski og fékk m.a. 9,5 fyrir skeið í kynbótadómi.

Þá er Arfur frá Ásmundarstöðum farinn til Austurríki. Hann hefur vakið athygli á skeiðbrautunum, fyrst undir stjórn Sigurðar Óla Kristinssonar og síðar hjá Hinriki Bragasyni. Arfur er undan Evu og Adami frá Ásmundarstöðum. Nýr eigandi hans er Alexander Sgustav, alþjóðlegur dómari og skeiðáhugamaður sem hefur m.a. keppt á heimsmeistaramótum.