fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Söng- og skemmtikvöld

29. október 2015 kl. 12:24

Stuð á dansgólfinu

Tónleikarir eru haldnir til minningar um Lárus Daníel Stefánsson.

Föstudagskvöldið 30. Október kl 21:00 verður haldið söng- og skemmtikvöld í félagsheimilinu á Flúðum í Hrunamannahreppi. 

Fram  koma meðal annars:
- Karlakór Hreppamanna
- Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasóknar
- Karlakórinn frá Getnaði til Grafar
- Félagar úr Karlakóri Kjalnesinga ásamt félögum
- Vörðukórinn
- Stuðlabandið 
- Kalli Hallgríms
- Lily of the valley
- Að dagskrá lokinni ætlar Stuðlabandið að halda uppi partýstemningu og spila fyrir dansi til 01:00

Kynnir kvöldsins verður Jóhann G. Jóhannson leikari. Tónleikarir eru haldnir til minningar um Lárus Daníel Stefánsson, sem lést skyndilega 5. oktober síðastliðinn. Lalli missti konuna sína fyrir tveimur árum og lætur núna eftir sig 3 börn. Allur ágóði kvöldsins mun renna óskiptur til þeirra. Lalli var einstakur söng- og gleðimaður og því er tilvalið að koma saman á skemmtilegum tónleikum honum til heiðurs.

Til styrktar fjölskyldunnar verða að auki boðnir upp folatollar undir marga af bestu stóðhestum landsins. Beggi á Minni-Völlum mun sjá um að bjóða upp tolla undir eftirfarandi hesta:

* Ölnir frá Akranesi
* Sjóður frá Kirkjubæ
* Straumur frá Feti
* Hringur frá Gunnarsstöðum
* Lukku-Láki frá Stóra Vatnsskarði
* Kvistur frá Skagaströnd
* Erill frá Einhamri
* Skýr frá Skálakoti
* Barði frá Laugarbökkum

Húsið opnar klukkan 20:30. Aðgangseyrir er 2500 kr. Í miðasölunni verður líka hægt að kaupa happdrættismiða þar sem margir spennandi vinnignar verða í boði, svo sem:
* Folatollur undir Stórættaðan 1. Verðlauna stóðhest. Það mun koma á óvart hver það er, en hann er undan heiðursverðlauna foreldrum!
* 2x 4 miðar á hestasýninguna í Fákaseli
* 2x gjafabréf frá Kaffi Sel 18" Pizza og Gos
* Vegleg gjafakarfa frá SS
Miðinn kostar ekki nema 1000kr

Fyrir þá sem ekki komast á tónleikana en vilja styrkja er hægt að leggja inn á reikning: Reikningur: 0586-14-405000. kennitala: 150488-2819