föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sónarskoðun hjá Vökli

16. ágúst 2015 kl. 19:43

Vökull frá Leirubakka, knapi Jóhann Kristinn Ragnarsson.

Vökull frá Leirubakka: Sónarskoðun á mánudag

Sónað verður frá stóðhestinum Vökli frá Leirubakka mánudaginn 17. ágúst, en hann er í hólfi á Leirubakka á Landi. Þetta er í annað skipti í sumar sem sónað er frá honum, en hann hefur verið mjög frjósamur og hátt hlutfall hryssa hefur fyljast.

Haft verður samband við þá hryssueigendur sem eiga fylfullar merar hjá hestinum og eru þeir beðnir að gera ráðstafanir til að ná í  eða láta sækja hryssur sínar.

Auðvelt hefur verið að bæta hryssum inn hjá hestinum og er nokkur pláss laus nú eftir sónarskoðunina. Nánari upplýsingar veittar í síma 8935046. Vökull hlaut góð fyrstu verðlaun á kynbótasýningu í vor fjögra vetra gamall, en hann er undan Emblu frá Árbakka og Héðni frá Feti.