föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sónað frá Þristi í dag

11. ágúst 2015 kl. 12:00

Enn hægt að bæta við hryssum hjá þessum vinsæla heiðursverðlaunahesti.

Hryssurnar sem voru hjá Þristi frá Feti á fyrra gangmáli í Akurey í V-Landeyjum verða sónarskoðaðar á morgun, þriðjudaginn 11. ágúst. Hafist verður handa kl. 13 og þarf að sækja allar hryssur samdægurs. Nánari upplýsingar veitir Hulda í síma 893 2028. 

Þristur sinnir nú hryssum á Grímarsstöðum í Borgarfirði og þar er enn hægt að bæta við hryssum hjá þessum vinsæla heiðursverðlaunahesti. Nánari upplýsingar og pantanir á seinna gangmáli á Grímarsstöðum eru hjá Freyju í síma 694 2562 eða á netfangið freyja@grimarsstadir.is. Verð er kr. 90.000 án vsk. Girðingargjald og einn sónar innifalin.

www.thristurfrafeti.is