fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölusýning / Sales Festival

28. júní 2010 kl. 13:29

Sölusýning / Sales Festival

Skráning er hafin fyrir Sölusýninguna sem haldin verður á Ingólfshvoli næstkomandi laugardag kl. 18.00.  Skráningar skulu berast á netfangið elka@simnet.is í síðasta lagi á hádegi miðvikudaginn 30. júní.  Þeir aðilar sem vilja auglýsa starfssemi sýna í sölubæklingi er einnig bent á að hafa samband á netfangið eða í síma 863-8813.

Það sem koma skal fram við skráningu er:

  • Nafn og IS númer á hrossi
  • Knapi og umráðarmaður ásamt upplýsingum (sími, netfang og veffang)
  • Nákvæm lýsing á hrossinu.
  • Verð ef það skal koma fram og flokkur.


Sýningunni verður skipt niður í eftirfarandi flokka:

  • Reið- og fjölskylduhross
  • Ung og efnileg hross í reið
  • Unghross sýnd laus
  • Keppnis- og Ræktunarhross


Skráningargjald er 10.000 kr. + vsk og skal það annaðhvort greiðast á staðnum eða millifært á reikn. 0152-26-7030  kt.: 700807-3040 (muna að bæta vsk ofaná við millifærslu)

Innifalið í skráningu er upptaka á hrossinu og sér síða á www.hest.is í tvo mánuði.