fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölusýning í Reiðhöllinni á Flúðum

odinn@eidfaxi.is
9. október 2014 kl. 19:41

Talsverður áhugi er hjá kaupendum að sækja sölusýningar

Föstudaginn 10. október. Húsið opnar kl. 19:00 og sýningin hefst kl. 20:00.

Föstudaginn 10. október verður haldin sölusýning á hrossum í Reiðhöllinni á Flúðum. Húsið opnar kl. 19:00 og munu Hollvinir Reiðhallarinnar bjóða upp á veitingar þannig að enginn þarf að fara svangur heim.Sýningin hefst kl. 20:00 og er fjöldi hrossa skráður til leiks. Þar má finna hesta við allra hæfi, unga og eldri, á breiðu verðbili.Á sýningunni fá gestir gott tækifæri til þess að skoða hross úr Árnessýslu, spjalla við kollega, eigendur og ræktendur.Hér má sjá hvaða hross verða á boðstólum í Reiðhöllinni á Flúðum, föstudagskvöldið 10. október kl. 20:00.

Holl 1

IS2005287881

Dimma frá Kílhrauni - Brún - 9 v

F Fróði frá Fróni

M Lýsa frá Litlu Sandvík

Dimma er einstaklega ljúf og geðgóð hryssa. Hún er framsækin og ákveðin. Dimma er mjúk á gangi, með ágætt brokk og gott tölt. Gangskiptingar eru góðar. Hún er vökur en skeiðið hefur lítið verið þjálfað. Dimma er góður kostur sem alhliða reiðhestur og hentar jafnvel sem keppnishestur fyrir unglinga eða ungmenni. Þjálfari Dimmu, Guðmann Unnsteinsson, getur gefið nánari upplýsingar um kosti hryssunnar. Finna má myndband af Dimmu á vef Kílhrauns, kilhraun.is.

Foreldrar Fróða er Orri frá Þúfu í Landeyjum og Freydís frá Reykjavík. Foreldrar Lýsu eru Kyndill frá Litlu Sandvík og Lýsa frá Stóra Hofi.

Verð - 1.000 þúsund

Upplýsingar

Guðmann Unnsteinsson - 899 0772 langholtskot@hotmail.com

 

IS2008237233

Brák frá Kóngsbakka - Leirljós - 6 v

F Þeyr frá Akranesi

M Perla frá Hemlu 1

Mjög góð reiðhryssa sem gæti nýst í keppni með meiri þjálfun.

Verð 800 þúsund

Upplýsingar: Sævar Örn Sigurvinsson

sími 868 0304 - arabaer@arabaer.is

 

 

Holl 2

IS2008188267

Hvinur frá Ásatúni - Brúnn - 6 v

F Þrymur frá Ásatúni

M Sara frá Ásatúni

Hvinur er viljugur með gott tölt og brokk, hestur sem á mikið inni.

Verð 1.400 þúsund

Upplýsingar: Grímur Guðmundsson 

sími 896 6683

Guðbjörg- asatun@simnet.is

 

IS2006188204

Grani frá Skollagróf - Grár - 8 v

F Vífill frá Dalsmynni

M Kátína frá Skollagróf

Stór og fasmikill hestur. Alhliða hestur sem ætti að geta nýst sem keppnishestur. Ekki mikið riðinn miðað við aldur.

Verð 800 þúsund

Upplýsingar

Sigurður - 894 3059 - skollagrof@skollagrof.is

Guðjón - 865 6714

 

Holl 3

IS2011188234

Dugur frá Unnarholtskoti

Fífilbleikur, blesóttur - 3 v

F Jósteinn frá Votmúla

M Dögg frá Ásólfsstöðum

3 vetra bandvanur

Verð: 150.000

Upplýsingar 

Kristín Erla Ingimarsdóttir

Þorsteinn Gunnar sími 848 7767

steinisydra@gmail.com

 

IS2011288237

Jóra frá Unnarholtskoti - Brún - 3 v

F Jósteinn frá Votmúla

M Villimey frá Hrólfsstaðahelli

3 vetra bandvön

Verð: 150.000

Upplýsingar

Styrmir Þór Þorsteinsson

Þorsteinn Gunnar sími 848 7767 steinisydra@gmail.com

 

Holl 4

IS2006188371

Kvistur frá Hvammi - Jarpur - 8 v

F Kormákur frá Flugumýri

M Una frá Hvammi

Efni í góðan reiðhest, minna gerður en aldur segir til um og á mikið inni. Með góðan reiðvilja og þjáll með góðar gangtegundir.

Verð 500 þúsund

Upplýsingar Guðmann Unnsteinsson 

sími 899 0772 langholtskot@hotmail.com

 

IS2001186342

Askur frá Lyngási 4 - Móbrúnn - 13 v

F Felix frá Feti

M Glóð frá Guðnabakka

Duglegur og þrekmikill reiðhestur. Öllu vanur frábær ferða hestur með góðar gangtegundir.

Verð 300.000

Upplýsingar

Þorsteinn Gunnar - steinisydra@gmail.com

Sími 848 7767


Holl 5

IS2003288174

Yrja frá Hrepphólum - Rauðblesótt - 11 v

F Illingur frá Tóftum (8,73)

M Ferming frá Hrepphólum

Góð alhliðahryssa sem hentar flestum, með góðar ættir að baki sér. Tillvalið reið og ferðahross sem gæti hentað í ræktun. Yrja á tvö falleg og efnileg tryppi.

Ferming er undan 1. verðlauna hrossunum Hrafni frá Holtsmúla (8,56) og Gýju frá Drumboddsstöðum (8,7).

Verð  200 - 300 þúsund

Upplýsingar

Hulda - 895 0096
Björgvin - 849 5037

hreppholar@gmail.com

 

IS2004288171

Lína frá Hrepphólum - Rauðblesótt - 10 v

F Illingur frá Tóftum (8,73)

M Hylling frá Hrepphólum (7,83)

Skemmtileg hryssa sem gæti hentað vönu barni eða unglingi. Hörkudugleg og skemmtilegur karekter sem vill allt fyrir knapann gera. Góðar gangtegendur og skeið fyrir hendi með meiri þjálfun. Teymist vel og er auðveld í allri umgengi.

Foreldrar Hyllingar eru 1. verðlauna hrossin Gassi frá Vorsabæ (8,49) og Brynja frá Torfastöðum (8,19).

Verð 200 - 300 þúsund

Upplýsingar

Hulda - 895 0096
Björgvin - 849 5037

hreppholar@gmail.com


Holl 6

IS2004188192

Hákon frá Skollagróf - Jarpur - 10 v

F Loki frá Svignaskarði

M Glóstjarna frá Skollagróf

Alþægur og mjög traustur, töltgengur alhliða hestur vel viljugur. Gæti nýst í léttari keppni t.d. fyrir börn.

Verð 600 þúsund

Upplýsingar

Sigurður - 894 3059 - skollagrof@skollagrof.is

Guðjón - 865 6714

 

IS2007184701

Víkingur frá Sperðli - Brúnn, stjörnóttur - 7 v

F Sikill frá Sperðli

M Vænting frá Sperðli

Víkingur er lítið gerður hestur miðað við aldur þægur og myndarlegur, efni í góðan reiðhest.

Verð 450 þúsund

Upplýsingar

Jón William - 847 8130 - jonwilliam@gmail.com


Holl 7

IS2008186436

Skúmur frá Búð 2 Móálóttur 6 v

Faðir: Skjálti frá Bakkakoti

Móðir: Hrönn frá Búð 2

Stór og fallegur alhliða hestur. Vel taminn og góður í beisli. Ásækinn og kjarkaður. 

Mikið reiðhesta efni.

Verð 500-600 þúsund.

Upplýsingar: Guðmann Unnsteinsson 

Sími 8990 772 - langholtskot@hotmail.com


IS2008237233

Brák frá Kóngsbakka - Leirljós - 6 v

F Þeyr frá Akranesi

M Perla frá Hemlu 1

Mjög góð reiðhryssa sem gæti nýst í keppni með meiri þjálfun.

Verð 800 þúsund

Upplýsingar 868 0304

Sævar Örn Sigurvinsson sími 868 0304 - arabaer@arabaer.is

 

Holl 8

IS2005188238

Glampi frá Syðra Langholti -Brúnskjóttur - 9 v

F Hákon frá Hafsteinsstöðum

M Kría frá Brimnesi

Stór og traustur alhliða hestur. Góður reið og ferðahestur.

Verð 500.000

Upplýsingar

Þorsteinn Gunnar - 848 7767  steinisydra@gmail.com

 

IS2008288177

Snjöll frá Hrepphólum - Jörp - 6 v

F Tvistur frá Hrepphólum

M Andvaka frá Hrepphólum (7,74)

Efnileg fjórgangshryssa sem á heilmikið inni með meiri þjálfun, Geðgóð hryssa með góðan vilja sem hentar flestum, Gæti hentað í keppni, þægileg og spök í umgengni.

Foreldrar Andvöku er 1. verðlauna hesturinn Vinur frá Kotlaugum (8,03) og Erla frá Sandgerði. Tvistur er undan 1. verðlaunahestinum Hrynjanda frá Hrepphólum (8,23) og Donnu frá Hrepphólum (7,92).

Verð 500 - 600 þúsund

Upplýsingar

Hulda - 895 0096
Björgvin - 849 5037


HLÉ


Holl 9

IS2004135468 

Dreki frá Vestri-Leirárgörðum

Jarpskjóttur - 10 v

F Ögri frá Akranesi

M Frökk frá Stóra-Lambhaga 3

Eðal hreingengur rúmur töltari, viljugur, næmur, jákvæður, taumléttur úrvals reiðhestur. Er alhliða en hefur sjaldan verið lagður.

Verð 650 þúsund

Upplýsingar: Guðmann Unnsteinsson - 899 0772 - langholtskot@hotmail.com


IS2006188266

Hringur frá Ásatúni

Brúnn, skjóttur, hringeygt, glaseygt - 8 v

F Andvari frá Ey I

M  Snælda frá Brekkukoti

Hringur er góður reiðhestur með allan gang.

Verð 450 þúsund

Upplýsingar

Guðbjörg sími 896 6683- asatun@simnet.is

 

Holl 10

IS2007184705

Tvistur frá Sperðli - Brúnskjóttur - 7 v

F Ás frá Ármóti

M Lyfting frá Sperðli

Tvistur er mjög efnilegur 4gangs hestur með frábært stökk og brokk og er alltaf að styrkjast meira á tölti. Hann er léttur, næmur og viljugur og hágengur. hestur sem kemur til með að henta vel í keppni. Tvistur hentar ekki óvönum.

Verð 800 þúsund

Upplýsingar

Jón William - 847 8130 - jonwilliam@gmail.com

 

IS2006188204

Grani frá Skollagróf - Grár - 8 v

F Vífill frá Dalsmynni

M Kátína frá Skollagróf

Stór og fasmikill hestur. Alhliða hestur sem ætti að geta nýst sem keppnishestur. Ekki mikið riðinn miðað við aldur.

Verð 800 þúsund

Upplýsingar

Sigurður - 894 3059 - skollagrof@skollagrof.is

Guðjón - 865 6714


Holl 11

IS2006188172

Spegill frá Hrepphólum - Jarpskjóttur - 8 v

F Tvistur frá Hrepphólum

M Skjóna frá Hrepphólum

Mjög góður fjórgangshestur með gott geðslag og vilja, hentar sem keppnishestur  og eða frábær reiðhestur.Hágengur með góðar gangtegundir, spakur og auðveldur í allri umgengi.

Tvistur er undan 1. verðlauna hestinum Hrynjanda frá Hrepphólum (8,23) og Donnu frá Hrepphólum (7,92).

Verð 800 - 900 þúsund

Upplýsingar

Hulda - 895 0096
Björgvin - 849 5037

 

Holl 12

IS2007180847

Mikki frá Eystri Torfastöðum 2 - Brúnn - 7 v

F Draumur frá Hárlaugsstöðum 2

M

Mjög gott reiðhesta efni, þægur og auðveldur með gott tölt.

Verð: 600.000

Upplýsingar

Þorsteinn Gunnar : sími 848 7767 steinisydra@gmail.com

 

IS2007288275

Aldís frá Ásatúni - Grá - 7 v

F Krummi frá Blesastöðum 1A

M Eva frá Kirkjubæ

Aldís er fjórgangari, létt viljug, vel ættuð hryssa sem á mikið inni. Gæti hentað sem kepnishross fyrir ungling.

Verð 800 þúsund

Upplýsingar

Guðbjörg: sími 896 6683- asatun@simnet.is

 

Holl 13

IS2005181746

Blossi frá Meiri-Tungu - Rauðblesóttur - 9 v

F Valur frá Meiri-Tungu

M Blesa frá Berustöðum

Blossi er alhliða hestur með mjúkan gang og gott rými. Hann er stiltur og prúður og allir með einhverja reynslu geta riðið honum. Hann hefur farið í fjölda hestaferða og hefur verið slegist um hann þar vegna mýktar og rýmis.

Valur er undan Geysi frá Sigtúni sem er 1. verðlauna hestur með góðan keppnisárangur. Móðir Vals er 1. verðlauna hryssan Fífa frá Meiri-Tungu.

Blesa er undan Geisla frá Þverá og Glóð frá Berustöðum.

Foreldrar Blossa eru bæði undan Gusti frá Hóli, Gáskasyni.

Verð 700.000

Upplýsingar

Berglind 847 3015 - efralangholt@simnet.is
Ragnar 848 5811

 

IS2008281545

Perla frá Bæjarholti - Jörp - 6 v

F Hnokki frá Fellskoti

M Syrpa frá Hnappavöllum 5

Perla er mjúk, viljug og traust 5gangs hryssa, rúm með góð gangskil. Töltið er taktgott og mjúkt, brokkið stinnt og vekurð mjög efnileg. Perla henntar vel sem úrvals reiðhross eða keppnishross í 5 gang og gæðingaskeið í yngri flokkum.

Verð 800 - 1.000 þúsund

Upplýsingar

Jón William - 847 8130 - jonwilliam@gmail.com

 

Holl  14

IS2001157345

Hákon frá Hafsteinsstöðum - Rauður - 13 v

F Orri frá Þúfu í Landeyjum

M Sýn frá Hafsteinsstöðum

Viljugur frábær reiðhestur með góðar gangtegundir og nýtist í keppni.

Verð 1.000 þúsund

Upplýsingar Sævar Örn Sigurvinsson 

Sími 868 0304 - arabaer@arabaer.is

 

IS2006188201

Fylkir frá Skollagróf - Jarpstjörnóttur - 8 v

F Taktur frá Skollagróf

M Freisting frá Skollagróf

Þægur og traustur, hreingengur alhliða hestur. Ágætlega viljugur með góðum fótaburði. Efni í íþróttakeppnishest, sem allir geta riðið.

Verð 800 þúsund

Upplýsingar

Sigurður - 894 3059 - skollagrof@skollagrof.is

Guðjón - 865 6714

 

IS2005287881

Dimma frá Kílhrauni - Brún - 9 v

F Fróði frá Fróni

M Lýsa frá Litlu Sandvík

Dimma er einstaklega ljúf og geðgóð hryssa. Hún er framsækin og ákveðin. Dimma er mjúk á gangi, með ágætt brokk og gott tölt. Gangskiptingar eru góðar. Hún er vökur en skeiðið hefur lítið verið þjálfað. Dimma er góður kostur sem alhliða reiðhestur og hentar jafnvel sem keppnishestur fyrir unglinga eða ungmenni. Þjálfari Dimmu, Guðmann Unnsteinsson, getur gefið nánari upplýsingar um kosti hryssunnar. Finna má myndband af Dimmu á vef Kílhrauns, kilhraun.is.

Foreldrar Fróða er Orri frá Þúfu í Landeyjum og Freydís frá Reykjavík. Foreldrar Lýsu eru Kyndill frá Litlu Sandvík og Lýsa frá Stóra Hofi.

Verð 1.000 þúsund

Guðmann Unnsteinsson  sími 899 0772 langholtskot@hotmail.com

 

Holl 15

IS2008257754

Gjóla frá Vindheimum- Sótrauð, vindfext- 6 v

F Grunni frá Grund

M Grásíðu frá frá vindheimum

Mjög góð tölt hryssa getur hentað í minni keppnir auðveld og skemmtileg.

Verð: 800.000

Upplýsingar

Þorsteinn Gunnar: sími 848 7767 steinisydra@gmail.com

 

IS2008188267

Hvinur frá Ásatúni - Brúnn - 6 v

F Þrymur frá Ásatúni

M Sara frá Ásatúni

Hvinur er viljugur með gott tölt og brokk, hestur sem á mikið inni.

Verð 1.400 þúsund

Upplýsingar: Grímur Guðmundsson 

sími 896 6683

Guðbjörg- asatun@simnet.is

 

Holl 16

IS2008155269

Hörður frá Síðu - Brúnn - 6 v

F Vökull frá Síðu

M Fríðu-Brúnka frá Síðu

Mjög góður 4gangs hestur, keppnis efni sem gæti náð langt. Þægur og einfaldur, en viljugur.

Verð 2.000 þúsund

Upplýsingar

Guðmann Unnsteinsson  sími 899 0772 langholtskot@hotmail.com


Hlé


Holl 17

IS2008288227

Sólrún frá Efra-Langholti

Rauðblesótt, glófext - 6 v

F Ísak frá Efra-Langholti

M Syrpa frá Árbakka

Sólrún er hágeng, reist og viljug alhliða hryssa þæg og góð í umgengni. Faðir hennar Ísak býr nú í Danmörku hefur verið mikið í keppni. Í haust varð hann sigurvegari í ungmennaflokki á stóru móti í Zachow í Þýskalandi. Sólrún þekkir keppnisbrautina þó svo að hún hafi ekki mikla keppnisreynslu. Hún hefur meðal annars keppt í unghrossakeppni og Uppsveitardeild Æskunar. Sólrún er tilvalin til keppni eða í ræktun. Ísak er 1. verðlauna hestur með keppnisárangur. Hann er undan heiðursverðlaunaforeldrunum  Huga frá Hafsteinsstöðum og Ísold frá Gunnarsholti.

Foreldrar Syrpu eru Biskup frá Hólum og Fljóta-Stjarna frá Kolkuósi.

Verð 1.000 þúsund

Upplýsingar

Berglind 847 3015 - efralangholt@simnet.is
Ragnar 848 5811

 

IS2008137279

Kaldi frá Stykkishólmi - Bleikálóttur - 6 v

F Keilir frá Miðsitju

M Vera frá Borgarlandi

Viljugur og góður reið/keppnis hestur með úrvals tölt. 

Verð 1.200 þúsund

Upplýsingar

Guðmann Unnsteinsson - 899 0772 langholtskot@hotmail.com

 

Holl 18

IS2007256823

Þula frá Lækjardal - Brún - 7 v

F Andri frá Vatnsleysu

M Gnótt frá Lækjardal

Mjög vel ættuð meri. Gæti nýst sem ræktunarmeri eða frábært útreiðar hross með gott tölt.

Verð 1.200 þúsund

Upplýsingar

Sævar Örn Sigurvinsson Sími 868 0304  arabaer@arabaer.is

 

IS2005284462

Förðun frá Hólavatni - Rauð glófext - 9 v

F Hágangur frá Narfastöðum

M Fiðla frá Sperðli

Stór og myndarleg alhliða hryssa með góðan fótaburð. Einföld hryssa sem hentar fyrir ungling/ungmenni jafnt sem lengrakomna.

Verð. 1.500 þúsund

Upplýsingar

Þorsteinn Gunnar Sími 848 7767 steinisydra@gmail.com

 

Holl 19

IS20141

NN - Jarpur - folald

F Ölnir frá Skollagróf

M Svigna frá Svignaskaðri

Þroskamikið og reiðhestlegt folald, með gott ganglag undan geðgóðum foreldrum.

Verð 70 þúsund

Upplýsingar

Sigurður - 894 3059 - skollagrof@skollagrof.is

Guðjón - 865 6714

 

Holl 20 

IS2008137280

Þytur frá Stykkishólmi - Brúnn - 6 v

F Jakob frá Árbæ

M Tíbrá frá Árbæ

Mjög efnilegur 4gangs hestur með mikinn fótaburð og frábært tölt. Þægur en viljugur.

Verð 2.000 þúsund

Upplýsingar

Guðmann Unnsteinsson - 899 0772 langholtskot@hotmail.com

 

Holl 21

IS2008137230

Snær frá Kóngsbakka - Grár/brúnn skjótt - 6 v

F Klettur frá Hvammi

M Fön frá Fjalli

Mjög lofandi fimmgangs efni. Þægur og traustur hestur sem allir geta riðið

Verð 1.500 þúsund

Upplýsingar

Sævar Örn Sigurvinsson : sími 8680304 - arabaer@arabaer.is

 

IS2006288267 

Saga frá Ásatúni - Brún - 8 v

F Kormákur frá Flugumýri II

M Helming frá Felli

Saga er með allan gang en ekki verið átt við skeiðið. Hún er létt viljug mjúk á tölti og brokki og mjög þæg. Hentar vel sem gott fjöldkyduhross.

Verð 500 þúsund

Upplýsingar

Guðbjörg : Sími 896 6683 - asatun@simnet.is

 

Holl 22

IS2008288397 

Gugga frá Syðra Langholti - Rauð - 6 v

F Mídas frá Kaldbak

M Glóð frá Miðfelli 5

Kraftmikil og viljug alhliða hryssa með góðan fótaburð. Efnis keppnis eða ræktunarhryssa.

Verð: 1.500 þúsund

Upplýsingar

Þorsteinn Gunnar Sími 848 7767 steinisydra@gmail.com

 

Holl 23

IS2004188198 

Hugnir frá Skollagróf - Brúnn - 10 v

F Glitnir frá Skollagróf

M Hugsýn frá Skollagróf

Einstaklega geðgóður og traustur hestur. Alhliða hestur fyrir alla, hreingengur og viljinn stillist af eftir knapa. Gangtegundir jafnar t.d. mjög gott fet. Hefur verið notaður í ýmsar keppnir. Meðal annars tölt, fjórgangs og fimmgangskeppnir með ágætis árangri. Kann nokkuð af fimiæfingum.

Verð 1.700 þúsund

Upplýsingar

Sigurður - 894 3059 - skollagrof@skollagrof.is

Guðjón - 865 6714

 

Holl 24

IS2007155265

Verðandi frá Síðu - Rauður, stjörnóttur - 7 v

F Orri frá Þúfu í Landeyjum

M Valdis frá Kýrholti

Topp keppnis hestur. Fjölhæfur hestur með allar gangtegundir góðar. Mikill fótaburður og fas. Einfaldur og þægur.

Verð 2.500  - 3.000 þúsund

Upplýsingar

Guðmann Unnsteinsson - 899 0772 - langholtskot@hotmail.com