mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölusýning í Ölfushöllinni

19. janúar 2011 kl. 14:10

Þessi mynd er tekin í Ölfushöllinni. Það er hins vegar ólíklegt að hrossið á myndinni sé til sölu, en það er Æsa frá Flekkudal, knapi Sigurður Sigurðarson.

Stikkorð

Hest.is  • Sölusýning  • Takthestar

Tengt efni

Uppboð á hrossum

Takthestar og Hest.is í samstarfi

Vetrardagskráin er komin í fullan gang. En það eru ekki bara keppnismót sem eru vinsæl. Sölusýningar eru jafnan vel sóttar og má nefna sölusýningarnar í Hestheimum, sem hafa fyrir löngu fest sig í sessi. Næstkomandi föstudagskvöld verður sölusýning í Ölfushöllinni, en það eru Takthestar á Ingólfshvoli og Hest.is á Borg í Þykkvabæ sem standa fyrir sýningunni. Hest.is, Elka Guðmundsdóttir og Jóhann G. Jóhannesson, hafa haldið úti sölusíðunni www.hest.is í nokkur ár og er síðan orðin viðurkennt markaðstorg út um allan heim. Þeir sem taka þátt í sölusýningunni í Ölfushöllinni geta fengið skráningu á www.hest.is.