mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölusýning í Mosfellsbæ - skráning

17. mars 2011 kl. 13:02

Sölusýning í Mosfellsbæ - skráning

Stórsölusýning verður haldin í reiðhöll hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ 31. mars nk. í tengslum við Hestadaga í Reykjavík.

Sýningin hefst kl. 20 og verða tuttugu hross sýnd. Ljósmyndir og myndbönd verða birt á sölusíðunni Hestaleit.is þar sem hrossin verða auglýst til sölu, að er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum sölusýningarinnar.

“Í lok sýningar gefst áhugasömum gestum kostur á að tala við seljendur og jafnvel að prófa hesta sem eru á sýningu. Skráningin kostar 5.000 kr og er í símum 896-5777 og 821-2804 og á netföngin jatvardur@hringdu.is og eysteinnl@simnet.is."