þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölusýning Húnvetninga

18. september 2019 kl. 09:40

Tilvalið að stoppa á heimleiðinni úr Laufskálaréttum fyrir þá sem koma að sunnan og aðra að gera sér ferð

 

 

Nokkur ræktunarbú í Húnaþingi vestra hafa tekið sig saman og halda sölusýningu hrossa sunnudaginn 29.september n.k. klukkan 14:00 – 17:00. Sýningin verður haldin á Gauksmýri.

Hross verða boðin til sölu frá eftirtöldum ræktunarbúum: Gröf, Lækjamóti, Dæli, Syðra-Kolugili, Gauksmýri, Grafarkoti, Syðri-Völlum og Bessastöðum. Er ekki tilvalið að kíkja við og athuga hvort drauma hesturinn þinn leynist þar. Kaffi verður á könnunni.