föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölusýning Hestheimum

21. febrúar 2012 kl. 09:06

Sölusýning Hestheimum

Sölusýning verður í Hestheimum sunnudaginn 26. febrúar nk.:

 
"Sölusýningar í Hestheimum hafa verið haldnar við góðan orðstýr í 11 ár! Mikill fjöldi góðra gesta og söluhesta eru skýringar á vinsældum sölusýninganna.
Guðmundur Guðmundsson járningarmeistari verður með fyrirlestur um járningar kl 13:30 og hefst síðan sölusýningin kl 14:00.
 
Skráningar skulu berast á netfangið midkot@emax.is fyrir kl 23:59 fimmtudagskvöld 23.febrúar.
Taka skal fram: Nafn , lit og IS-númer hests, ásamt föður og móður, einnig nafn, símanúmer og netfang eiganda/umráðamanns , nafn knapa, í hvaða verðflokk hesturinn fer, ásamt lýsingu.
Skráningargjald er 3500 kr á hest og skal greiðast inn á reikning 0308-13-300725 með kt:031277-3619," segir í tilkynningu frá  söluhópnum í Hestheimum.