fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölusýning á Flúðum

8. apríl 2015 kl. 09:48

Talsverður áhugi er hjá kaupendum að sækja sölusýningar

Vettvangur til að kynna ung og eldri, tamin og ótamin hross.

Sölusýning á hrossum verður haldin í reiðhöllinni á Flúðum, laugardaginn 11. apríl kl. 20.

"Öll hross eru velkomin á sýninguna, jafnt ung sem eldri, tamin sem ótamin.

Skráning hrossa þarf að berast fyrir kl. 20:00, föstudaginn 10. apríl. Við skráningu þarf að koma fram IS númer hestsins, nafn og uppruni. Nöfn foreldra og eiganda. Upplýsingar um umráðamann hestsins þurfa að koma fram eins og símanúmer og netfang. Lýsing á hrossinu ásamt ásettu verði þarf að fylgja með.

Skráningu skal senda á annanhvorn eftirtalinna. Þeir veita frekari upplýsinga ef þörf krefur.
Guðmann Unnsteinsson, langholtskot@hotmail.com s. 899 0772.
Þorsteinn G. Þorsteinsson, steinisydra@gmail.com s. 848 7767.

Skráningargjald er kr. 1.900,- pr. hest," segir í tilkynningu frá reiðhöllinni Flúðum.