fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölusýning færð

12. apríl 2015 kl. 09:22

Öll hross eru velkomin á sölusýninguna, ung, eldri, tamin og ótamin.

Sölurhross verða sýnd laugardaginn 18. apríl.

Sölusýningin í Reiðhöllinni á Flúðum hefur verið færð til um viku, fram til laugardagsins 18. apríl og hefst hún kl. 19:30, að er fram kemur í tilkynningu.

"Þá verða öll hross velkomin, ung, eldri, tamin og ótamin. Skráning þarf að berast fyrir kl. 18:00, fimmtudaginn 16. apríl.

Upplýsingar um hross, IS númer, nafn, uppruna, foreldra og eiganda, ásamt lýsingu á hrossinu og ásettu verði þarf að senda á eftirtalda:

Guðmann Unnsteinsson, langholtskot@hotmail.com s. 899 0772

Þorsteinn G. Þorsteinsson,  steinisydra@gmail.com s. 848 7767

Skráningargjald er kr. 1.900,- pr. hest."