laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölusýning á Melgerðismelum

3. október 2011 kl. 15:43

Sölusýning á Melgerðismelum

Hrossaræktarfélagið Náttfari verður með sölusýningu á Melgerðismelum, Stóðréttardaginn 8. október n.k.

 
Boðið er upp á sýningu taminna hrossa í reið og sýningu unghrossa í Melaskjóli.
 
Skráning berist á netfangið theg@isor.is
A. Nafn hross og fæðingarnúmer þess
B. Lýsing eiganda/umráðamanns á hrossinu
C. Verð
D. Eiganda og/eða umráðamann
 
Gefin verður út sýningarskrá auk þess sem hrossin verða mynduð og þær upplýsingar gerðar aðgengilegar á Netinu.
 
Verðskrá sölusýningarinnar er tvískipt:
- Hross í reið, mynduð og auglýst á Netinu: 3500.-
- Ótamin hross, upplýsingar settar á Netið: 1500.-
 
Félagar í Náttfara fá 500.- kr afslátt á þessum verðum.
 
Upplýsingar fást hjá Þorsteini Egilson, 8952598 theg@isor.is
 
F.h. stjórnar Náttfara,
Þorsteinn á Grund